Innlent

Ræðukóngur Al­þingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóð­vegunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um möguleg áhrif veiðigjaldafrumvarpsins á sjávarútvegsfyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina. 

Við ræðum við sérfræðing um málið en lagasetningin er ein hin umdeildasta í manna minnum. 

Þá tökum við til tölfræði varðandi þingið sem var að klárast og heyrum í ræðukóngi Alþingis. 

Að auki fjöllum við um bikblæðingarnar sem skjóta upp kollinum víða um land þessa dagana í ljósi sumarhitans og fjöllum áfram um góða veðrið sem leikið hefur um landann. 

Í sportpakka dagsins verður svo hitað upp fyrir leik í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld þar sem Blikar taka á móti albönsku liði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×