Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 11:03 Leikskólinn Urriðaból er í Garðabæ. Þriggja ára barn fór í gær af leikskólanum Urriðabóli í Garðabæ og gekk inn í Bónus í Kauptúni. Þar var hringt á lögreglu eftir að nágranni barnsins varð þess var og lét bæði móður og lögreglu vita. Starfsfólk leikskólans vissi ekki að barnið væri týnt þegar lögregla ræddi við þau. Leikskólastjóri harmar atvikið og segist hafa farið yfir verklag með starfsfólki í morgun. Móðir barnsins segir í samtali við fréttastofu að henni hafi verið afar brugðið sjálfri en dóttir hennar hafi sem betur fer ekki tekið þetta of nærri sér. „Ég er á leiðinni að sækja hana um fjögur. Hún er með pláss til hálffimm. Þá hringir nágranni minn og segist hafa séð hana í Bónus. Hún er ein í Bónus og hún er með hana.“ Þegar hún er komin í Bónus er lögreglan mætt vegna þess að viðskiptavinir höfðu hringt. Þar vildi dóttir hennar ekki segja til nafns eða ræða við fólk. „Ég fór að gráta þegar ég sá hana en hún var nokkuð hress. Hún fór sjálf í Bónus, náði sér í innkaupakerru og keypti sér að versla, og setti í poka í sjálfsafgreiðslukassa og fór út. Þetta er alveg fáránlegt. Bónus er við hliðina á leikskólanum,“ segir móðirin sem ekki vildi koma fram undir nafni til að vernda barnið. Móðirin fór svo á leikskólann til að ræða við starfsfólkið og leikskólastjórann sem var þá á staðnum. Starfsmaður hafi sagt henni að hann hefði talið að hún væri búin að sækja stelpuna og hefði ekki látið starfsfólkið vita. „Þau könnuðust ekkert við að hún væri horfin. Lögreglan fór yfir til að ræða við þau og þau vissu ekkert að hún væri horfin. Lögreglan fór i gegnum öryggismyndavélarnar í Bónus og hún sást þar 15:25 og lögreglan mætt á svæðið um 15:43. Sem betur fer var nágranninn minn í Bónus og kannaðist við hana og hringdi í mig rétt fyrir fjögur.“ Hvernig leið þér? „Alveg ömurlega. Ég var svo stressuð og grét bara þegar ég fékk hana í fangið. Hún á að vera örugg á leikskólanum. Ég var bara heppin að nágranni minn var í Bónus. Annars hefði ég mætt að sækja hana og bara hvar er barnið mitt. Sem betur fer gerðist ekkert fyrir hana. Það er allskonar fólk til og bílar og þungir hlutir.“ Hún segir hliðin á leikskólanum of lág og starfsfólk fylgist ekki nægilega vel með þeim. Þegar leikskólastjórinn mætti hafi hún sagst ætla að fara yfir verklag með foreldrum og ræða við Garðabæ um hliðin. Leikskólinn er einkarekinn og er opinn allt sumarið og því margt sumarstarfsfólk í vinnu. Leikskólinn er mjög nálægt Bónus en þó þarf að ganga yfir stórt bílastæði til að komast þangað. Google maps Alvarlegt mál sem er tilkynnt til barnaverndar Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir málið alvarlegt. Aðkoma lögreglunnar verði ekki meiri en málið hafi verið tilkynnt til barnaverndar. „Leikskólinn er við hliðina á Bónus í Kauptúninu. Hún hefur komist út og yfir í Bónus. Það hefur líklega einhver gleymt að loka hliði,“ segir Sævar. Hann segir sem betur fer ekki algengt að lögreglan fari í slík útköll. „Það er hætta af svona. Lítil börn geta farið út á götu eða sniglast á milli bíla á bílastæðinu. Það eru mörg hundruð bílar þarna á bílastæðinu. Þetta er stórhættulegt og alvarlegt mál. Þetta er ekki gott en slapp vel.“ Bónus verslunina sem stelpan fór í má sjá á myndinni. Vísir/Vilhelm Fóru yfir verklag með foreldrum og starfsfólki Ragnheiður Gunnarsdóttir leikskólastjóri á Urriðabóli segir alla starfsmann taka þessu mjög alvarlega og séu miður sín. „Ég veit ekki hvernig þetta atvikaðist nákvæmlega en líklega hefur hliðið verið opið,“ segir hún og að það gerist reglulega að foreldrar loki ekki. Hún segist í morgun hafa farið ítarlega yfir verklag í leikskólanum með starfsfólki og einnig hafa rætt við foreldra um að loka hliðinu. „Það eru engar málsbætur fyrir þessu. Auðvitað erum við með verklag um að allir eigi að tékka börnin inn og út. Þetta er mjög leiðinlegt og við tökum þetta mjög inn á okkur. Við höfum farið yfir allt verklag í morgun. Það er sumaropnun og sumarstarfsfólk en það hefur verið hjá okkur síðan í júní þannig þau ættu að þekkja allt verklag. Þetta bara gerist og er alveg hræðilegt.“ Hún segist einnig í morgun hafa haft samband við Garðabæ varðandi hliðin í leikskólanum. Hún vonist til þess að hægt verði að líta á hliðin og hvort hægt sé að loka þeim með öðrum hætti. Garðabær Lögreglumál Barnavernd Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Móðir barnsins segir í samtali við fréttastofu að henni hafi verið afar brugðið sjálfri en dóttir hennar hafi sem betur fer ekki tekið þetta of nærri sér. „Ég er á leiðinni að sækja hana um fjögur. Hún er með pláss til hálffimm. Þá hringir nágranni minn og segist hafa séð hana í Bónus. Hún er ein í Bónus og hún er með hana.“ Þegar hún er komin í Bónus er lögreglan mætt vegna þess að viðskiptavinir höfðu hringt. Þar vildi dóttir hennar ekki segja til nafns eða ræða við fólk. „Ég fór að gráta þegar ég sá hana en hún var nokkuð hress. Hún fór sjálf í Bónus, náði sér í innkaupakerru og keypti sér að versla, og setti í poka í sjálfsafgreiðslukassa og fór út. Þetta er alveg fáránlegt. Bónus er við hliðina á leikskólanum,“ segir móðirin sem ekki vildi koma fram undir nafni til að vernda barnið. Móðirin fór svo á leikskólann til að ræða við starfsfólkið og leikskólastjórann sem var þá á staðnum. Starfsmaður hafi sagt henni að hann hefði talið að hún væri búin að sækja stelpuna og hefði ekki látið starfsfólkið vita. „Þau könnuðust ekkert við að hún væri horfin. Lögreglan fór yfir til að ræða við þau og þau vissu ekkert að hún væri horfin. Lögreglan fór i gegnum öryggismyndavélarnar í Bónus og hún sást þar 15:25 og lögreglan mætt á svæðið um 15:43. Sem betur fer var nágranninn minn í Bónus og kannaðist við hana og hringdi í mig rétt fyrir fjögur.“ Hvernig leið þér? „Alveg ömurlega. Ég var svo stressuð og grét bara þegar ég fékk hana í fangið. Hún á að vera örugg á leikskólanum. Ég var bara heppin að nágranni minn var í Bónus. Annars hefði ég mætt að sækja hana og bara hvar er barnið mitt. Sem betur fer gerðist ekkert fyrir hana. Það er allskonar fólk til og bílar og þungir hlutir.“ Hún segir hliðin á leikskólanum of lág og starfsfólk fylgist ekki nægilega vel með þeim. Þegar leikskólastjórinn mætti hafi hún sagst ætla að fara yfir verklag með foreldrum og ræða við Garðabæ um hliðin. Leikskólinn er einkarekinn og er opinn allt sumarið og því margt sumarstarfsfólk í vinnu. Leikskólinn er mjög nálægt Bónus en þó þarf að ganga yfir stórt bílastæði til að komast þangað. Google maps Alvarlegt mál sem er tilkynnt til barnaverndar Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir málið alvarlegt. Aðkoma lögreglunnar verði ekki meiri en málið hafi verið tilkynnt til barnaverndar. „Leikskólinn er við hliðina á Bónus í Kauptúninu. Hún hefur komist út og yfir í Bónus. Það hefur líklega einhver gleymt að loka hliði,“ segir Sævar. Hann segir sem betur fer ekki algengt að lögreglan fari í slík útköll. „Það er hætta af svona. Lítil börn geta farið út á götu eða sniglast á milli bíla á bílastæðinu. Það eru mörg hundruð bílar þarna á bílastæðinu. Þetta er stórhættulegt og alvarlegt mál. Þetta er ekki gott en slapp vel.“ Bónus verslunina sem stelpan fór í má sjá á myndinni. Vísir/Vilhelm Fóru yfir verklag með foreldrum og starfsfólki Ragnheiður Gunnarsdóttir leikskólastjóri á Urriðabóli segir alla starfsmann taka þessu mjög alvarlega og séu miður sín. „Ég veit ekki hvernig þetta atvikaðist nákvæmlega en líklega hefur hliðið verið opið,“ segir hún og að það gerist reglulega að foreldrar loki ekki. Hún segist í morgun hafa farið ítarlega yfir verklag í leikskólanum með starfsfólki og einnig hafa rætt við foreldra um að loka hliðinu. „Það eru engar málsbætur fyrir þessu. Auðvitað erum við með verklag um að allir eigi að tékka börnin inn og út. Þetta er mjög leiðinlegt og við tökum þetta mjög inn á okkur. Við höfum farið yfir allt verklag í morgun. Það er sumaropnun og sumarstarfsfólk en það hefur verið hjá okkur síðan í júní þannig þau ættu að þekkja allt verklag. Þetta bara gerist og er alveg hræðilegt.“ Hún segist einnig í morgun hafa haft samband við Garðabæ varðandi hliðin í leikskólanum. Hún vonist til þess að hægt verði að líta á hliðin og hvort hægt sé að loka þeim með öðrum hætti.
Garðabær Lögreglumál Barnavernd Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira