Innlent

Inga ætlar ekki að biðjast af­sökunar

Agnar Már Másson skrifar
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsögunar á ummælum sínum þar sem hún spurði hvort stjórn­ar­andstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir vald­haf­ar þyrftu að draga gamla vald­hafa und­ir hús­vegg og skjóta þá svo að valda­skipti væru tryggð.

Heitar umræður sköpuðust í Reykjavík síðdegis í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ræddu þinglokin.

Inga Sæland sagði að 71. þingskaparlaga, eða kjarnorkuákvæðinu, urði tafarlaust aftur beitt skapist sú staða sem myndaðist í umræðunni um veiðigjöld.

Var Inga þar spurð út í ummæli sín í ræðustól Alþingis í síðustu viku þar sem hún spurði hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Ummælin fóru illa í stjórnarandstæðinga sem hafa gagnrýnt þetta orðalag harkalega síðan þá.

Spurð hvort ekki eigi að biðjast afsökunar svarar Inga neitandi.

„Nei, það þarf ég ekki að gera,“ segir hún og benti á það þap væru „kannski ekki allir sem skildu þetta líkingamál“ enda hafi hún haft of stuttan tíma í ræðustól til að kryfja viðlíkinguna nánar. Í raun hafi hún verið að spyrja hvort Íslendingar vildu ofbeldisfull stjórnvöld á Alþingi

Sigmundur Davíð greip inn í.

„Þú hlýtur að hafa lesið hvað þú sagðir,“ sagði Sigmundur. „Og við bætist að þú ert að hóta því að beita þessu kjarnorkuákvæði svokallaða til þess að stöðva hér aðrar umræður um það mál sem að fyrirhugað var.“

Miðflokksmaðurinn dró þá í efa að Inga væri í raun höfð með í ráðunum við borð ríkisstjórnarinnar.

„En áðan sagðir þú að þú stæðir með fínum konum í ríkisstjórninni og þið væruð samhentar og hefðuð engar áhyggjur af Evrópusambandsmálunum. Ég er ekkert viss um að þú sért með í ráðum, eins og við sjáum með þessi þinglok. Þannig að þú áttir nú kannski að athuga það hvort að þær hafa eitthvað einhvern áhuga eða stuðning við málefni Flokks fólksins,“ sagði Sigmundur, sem vísaði þar til þess að afgreiðsla á fjölda áherslumála flokks Ingu hafi ekki klárast fyrir þinglok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×