Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Agnar Már Másson skrifar 2. júlí 2025 12:00 65 íbúar Skorradalshrepps myndu sameinast rúmlega fjögur þúsund íbúum Borgarbyggðar. Það eru fleiri kostir en ókostir við hugsanlega sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í eitt sveitarfélag að mati samstarfsnefndar. Íbúar kjósa um sameiningu í haust. Sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafa jafnframt samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningar skuli fara fram dagana 5. september til 20. september næstkomandi og að kosningaaldur miðist við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september því að kjósa um sameiningartillöguna. Þetta kemur fram í áliti samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, sem hefur nú verið skilað til sveitarstjórna. Niðurstaða samstarfsnefndar er sú að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Rúmlega fjögur þúsund manns búa í Borgarbyggð en aðeins um 65 í Skorradalshrepp, samkvæmt gögnum frá Hagstofunni. „Vísbendingar eru um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi en nokkur óvissa er um áhrif sameiningar á tekju- og útgjaldajöfnunarframlög vegna fyrirhugaðra breytinga á úthlutunarreglum,“ segir í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna. „Ef sameining leiðir til lækkunar munu sveitarfélögin þó halda óskertum framlögum í fjögur ár. “ Áhyggjur meðal íbúa Skorradalshrepps Að mati samstarfsnefndar lúta áskoranir sameinaðs sveitarfélags fyrst og fremst að mismunandi skatthlutföllum sveitarfélaganna og áhyggjum hluta íbúa Skorradalshrepps af því að missa áhrif á ákvarðanir í nærumhverfi sínu. „Tækifæri liggja helst í að bæta þjónustu við íbúa beggja sveitarfélaga, auka fjárfestingagetu og auka slagkraft í hagsmunagæslu fyrir svæðið, s.s. í samskiptum við ríkið um innviðauppbyggingu og þjónustu hins opinbera,“ segir enn fremur í bréfinu. „Samstarfsnefnd telur að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Stjórnsýsla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafa jafnframt samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningar skuli fara fram dagana 5. september til 20. september næstkomandi og að kosningaaldur miðist við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september því að kjósa um sameiningartillöguna. Þetta kemur fram í áliti samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, sem hefur nú verið skilað til sveitarstjórna. Niðurstaða samstarfsnefndar er sú að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Rúmlega fjögur þúsund manns búa í Borgarbyggð en aðeins um 65 í Skorradalshrepp, samkvæmt gögnum frá Hagstofunni. „Vísbendingar eru um að fjárhagur sameinaðs sveitarfélags verði sterkur og fjárfestingargeta þess betri en hjá sveitarfélögunum hvoru um sig. Sérstök sameiningarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu árum myndu auka svigrúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi en nokkur óvissa er um áhrif sameiningar á tekju- og útgjaldajöfnunarframlög vegna fyrirhugaðra breytinga á úthlutunarreglum,“ segir í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna. „Ef sameining leiðir til lækkunar munu sveitarfélögin þó halda óskertum framlögum í fjögur ár. “ Áhyggjur meðal íbúa Skorradalshrepps Að mati samstarfsnefndar lúta áskoranir sameinaðs sveitarfélags fyrst og fremst að mismunandi skatthlutföllum sveitarfélaganna og áhyggjum hluta íbúa Skorradalshrepps af því að missa áhrif á ákvarðanir í nærumhverfi sínu. „Tækifæri liggja helst í að bæta þjónustu við íbúa beggja sveitarfélaga, auka fjárfestingagetu og auka slagkraft í hagsmunagæslu fyrir svæðið, s.s. í samskiptum við ríkið um innviðauppbyggingu og þjónustu hins opinbera,“ segir enn fremur í bréfinu. „Samstarfsnefnd telur að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Stjórnsýsla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira