„Reyndum að láta hana bíta okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 21:01 Matthías Alfreðsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Bjarni Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur. Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“ Skordýr Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“
Skordýr Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16