Innlent

Sak­felldur fyrir morð og refsing þyngd veru­lega

Árni Sæberg skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur.

Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm síðdegis. Í dóminum segir að eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms hafi geðlæknar verið dómkvaddir til þess að meta sakhæfi Þorsteins Hermanns. 

Niðurstaða þeirra hafi verið að Þorsteinn hafi á verknaðartíma ekki verið haldinn neinum þeim sjúkdómum sem taldir séu upp  almennum hegningarlögum, sem hefðu gert hann alls ófæran um að stjórna gerðum sínum.

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem málsatvikum er lýst, er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan:

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×