Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2025 19:14 Stuðlar er meðferðarheimili í Grafarvogi. Það er sérstaklega fyrir neyðarvistun drengja. Vistunartími er að hámarki fjórtán dagar. vísir/anton Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir. Maður sem var starfsmaður á Stuðlum í sumar er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var í neyðarvistun á meðferðarheimilinu í lok júní. Meint árás er til rannsóknar sem stórfelld líkamsárás hjá lögreglu. Lögreglan hafi sjálf átt frumkvæði að því að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur af sama starfsmanni og brást illa við og skvetti gosdrykk á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Samkvæmt heimildarmönnum stórsá á drengnum miðað við myndir af áverkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði barnavernd kröfu um að umræddur starfsmaður myndi ekki starfa framar í návist drengsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur umræddur maður ekki starfað á Stuðlum frá atvikinu en Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) staðfesti í dag að maðurinn starfar enn hjá stofnuninni. Varð fyrst vör við atvikið í umfjöllun fjölmiðla Samkvæmt lögum ber stofnuninni að tilkynna alvarleg atvik til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Það var ekki gert. 1. og 2. ml. 12. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála: Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það áður gerst að Barna og fjölskyldustofu hafi láðst að tilkynna alvarlegt atvik. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), segist fyrst hafa orðið vör við málið í gær vegna umfjöllunar. „Samkvæmt minni bestu vitneskju fengum við fyrst fréttir af þessu í fjölmiðlum þegar við heyrum af þessu í fréttum,“ sagði Herdís. Hún ítrekar að tilkynna eigi atvik án tafar. Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir frá umræddu atviki. „Samkvæmt lýsingunni eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, þá myndi ég telja að þetta flokkist undir alvarlegt atvik. Í lögum er talað um óhappatilvik eða mistök eða vanrækslu sem getur þá valdið skjólstæðingum líkamlegu tjóni eða hefði getað valdið því.“ Muni hafa samband við BOFS Hún segir það sérstakt að málið hafi ekki verið tilkynnt. GEV hefur ekki getað unnið skýrslu um málið þar sem þau höfðu ekki vitneskju um málið. „Ég tel að það ætti að vera full vitneskja um það núna að þeim beri að tilkynna þetta. Við munum hafa samband við þau og benda þeim á að tilkynna þetta til okkar. Við viljum auðvitað eiga gott samstarf við þessa aðila.“ Barna- og fjölskyldustofa gaf ekki kost á viðtali í dag. „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við,“ segir í skriflegu svari frá Barna- og fjölskyldustofu sem barst rétt fyrir kvöldfréttir. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Maður sem var starfsmaður á Stuðlum í sumar er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var í neyðarvistun á meðferðarheimilinu í lok júní. Meint árás er til rannsóknar sem stórfelld líkamsárás hjá lögreglu. Lögreglan hafi sjálf átt frumkvæði að því að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur af sama starfsmanni og brást illa við og skvetti gosdrykk á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Samkvæmt heimildarmönnum stórsá á drengnum miðað við myndir af áverkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði barnavernd kröfu um að umræddur starfsmaður myndi ekki starfa framar í návist drengsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur umræddur maður ekki starfað á Stuðlum frá atvikinu en Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) staðfesti í dag að maðurinn starfar enn hjá stofnuninni. Varð fyrst vör við atvikið í umfjöllun fjölmiðla Samkvæmt lögum ber stofnuninni að tilkynna alvarleg atvik til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Það var ekki gert. 1. og 2. ml. 12. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála: Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur það áður gerst að Barna og fjölskyldustofu hafi láðst að tilkynna alvarlegt atvik. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), segist fyrst hafa orðið vör við málið í gær vegna umfjöllunar. „Samkvæmt minni bestu vitneskju fengum við fyrst fréttir af þessu í fjölmiðlum þegar við heyrum af þessu í fréttum,“ sagði Herdís. Hún ítrekar að tilkynna eigi atvik án tafar. Nú eru liðnir rúmlega fjórir mánuðir frá umræddu atviki. „Samkvæmt lýsingunni eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, þá myndi ég telja að þetta flokkist undir alvarlegt atvik. Í lögum er talað um óhappatilvik eða mistök eða vanrækslu sem getur þá valdið skjólstæðingum líkamlegu tjóni eða hefði getað valdið því.“ Muni hafa samband við BOFS Hún segir það sérstakt að málið hafi ekki verið tilkynnt. GEV hefur ekki getað unnið skýrslu um málið þar sem þau höfðu ekki vitneskju um málið. „Ég tel að það ætti að vera full vitneskja um það núna að þeim beri að tilkynna þetta. Við munum hafa samband við þau og benda þeim á að tilkynna þetta til okkar. Við viljum auðvitað eiga gott samstarf við þessa aðila.“ Barna- og fjölskyldustofa gaf ekki kost á viðtali í dag. „Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við,“ segir í skriflegu svari frá Barna- og fjölskyldustofu sem barst rétt fyrir kvöldfréttir.
Allir sem veita þjónustu sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála skulu skrá óvænt atvik. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa notanda þjónustu tjóni eða hefðu getað valdið notandanum tjóni. Þeim sem lúta eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er skylt að tilkynna stofnuninni án tafar um alvarleg óvænt atvik. Með alvarlegu óvæntu atviki er átt við atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið notanda þjónustu varanlegu líkamlegu eða andlegu tjóni eða orðið honum að bana.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent