Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. nóvember 2025 16:15 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms. „Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
„Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira