Innlent

Próf­kjör hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Mos­fells­bæ

Árni Sæberg skrifar
Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ halda prókjör þann 31. janúar.
Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ halda prókjör þann 31. janúar. Vísir/Vilhelm

Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ haldinn í gær samþykkti einróma tillögu stjórnar um að haldið verði prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor.

Í tilkynningu þess efnis sem send var Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ segir að prófkjörið fari fram þann 31. janúar og kjörnefnd hafi verið skipuð og tekið til starfa. Að loknu prófkjöri muni kjörnefnd koma með tillögu að röðun listans sem verður lögð fyrir fulltrúaráðið til samþykktar.

Í samtali við Vísi segir Björn Hákonarson, formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar, að kjörnefndin muni ákveða til hversu margra sæta prófkjörið muni ná til. Hún hafi heimild til að ákveða að það taki til fyrstu sjö, átta eða níu sætanna á listanum.

Tuttugu og tveir muni skipa lista flokksins og kjörnefnd muni stilla upp í þau sæti sem prófkjörið nær ekki til.

Hann segir að einhugur hafi verið meðal fundarmanna um þessa tilhögun og sátt ríki um hana. Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ stefni á að bæta við sig mönnum í bæjarstjórn og endurheimta meirihlutann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×