Innlent

Þreyttir í­búar Grjótaþorpsins fá einstefnu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá grjótaþorpinu.
Frá grjótaþorpinu. Vísir/Vilhelm

Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur kemur fram að íbúar hafi auk þess bent á að breidd götunnar sé mjög lítil þegar horft er til þess að hún eigi að geta þjónað akstri í báðasr akstursstefnur. Almennt sé breidd akbrautar í götunni einungis um ein akrein.

Óskuðu íbúar síðastliðið sumar eftir því að ráðist yrði í aðgerðir til að sporna gegn áðurnefndu ónæði vegna vöruflutninga og þeirra sem stytta sér leið um götuna með hraðakstri frá Garðastræti að Aðalstræti. Borgin leitaði einnig umsagna íbúðaeigenda í Aðalstræti og Túngötu auk umsagna íbúa við Grjótagötu.

Bréf var sent til samtals fjórtán manns. Þrír sögðust vera samþykkir tillögunni og enginn lýsti sig andvígan. Lögreglan samþykkti auk þess tillöguna án athugasemda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×