Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar 10. mars 2025 06:31 Hugmyndin um Kafkaískt skrifræði kemur úr bókum tékkneska rithöfundarins Frans Kafka en hann lýsti í verkum sínum martraðakenndu skrifræði betur en nokkur annar. Alveg sama hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hve oft þú reynir – alltaf lendirðu á vegg. Sá eða sú sem lendir í tannhjóli skrifræðisins er fastur í óskiljanlegu og ruglingslegu ferli og er fullkomlega máttlaus gagnvart kerfinu. Dramatískt? Heldur betur! En þetta er upplifun foreldra og annarra íbúa í Hæðargarði, og reyndar víðar í póstnúmeri 108, sem hafa reynt með ýmsum ráðum í mörg ár að fá borgina til að draga úr umferðarhraða í götunni. Upplifun íbúa er sú að það sé undarlegt að stundum hefur verið hlustað á íbúa í tilteknum götum í Reykjavík og farið í framkvæmdir til að draga úr hraða til að mæta óskum þeirra. Einfaldlega vegna þess að íbúar kölluðu eftir því. Bara ekki í Hæðargarði. Það hafa verið skrifaðar greinar, foreldrafélög Breiðagerðisskóla og Jörfa hafa sent frá ályktun og mótmælt glannaakstri, það hefur verið bent á vandann í íbúakosningu um Betri Reykjavík og málefni um hraðakstur í Hæðargarði og öðrum götum í hverfi 108 hafa ítrekað komið á borð íbúaráðs hverfisins. Árið 2022 lagði ráðið fram eftirfarandi bókun: „Íbúaráð Háaleitis og Bústaða vekur á ný athygli á því að ráðið hefur sent frá sér fjölmargar bókanir vegna of mikils umferðarhraða í hverfinu á kjörtímabilinu. Niðurstaðan af þessum bókunum öllum er nákvæmlega engin“ Þrír skólar og félagsstarf aldraðra við götuna Enginn árangur af þessu brölti foreldra og annarra íbúa, foreldraráða, íbúaráðs og íbúasamtaka til þess að lækka umferðarhraða við íbúagötu þar sem eru þrír skólar. Barnaskólinn Breiðagerðisskóli, leikskólinn Jörfi og Réttarholtsskóli. Sá síðastnefndi er annar fjölmennasti unglingaskóli landsins við enda götunnar, og veldur mikilli gangandi og hjólandi umferð úr nærliggjandi hverfum. Og hér erum við að tala um börn og ungmenni! Að auki er í Hæðargarði töluvert um gangandi eldri borgara, sem fara sumir hægt yfir, enda eru þar íbúðir fyrir aldraða og öflugt félagsstarf. 80 km/klst í íbúagötu og helmingur ekur of hratt Nú er 30 km hámarkshraði í götunni, svo hvað eru þessir íbúar að tuða gæti einhver spurt? 30 km hraði er ekki ýkja mikill hraði. Það er út af fyrir sig rétt, nema bara gatan er breið og hraðahindranir í götunni það lágar að þær stöðva ekki of hraðan akstur. Auk þess benda mælingar til að gegnumakstur hafi aukist verulega þegar umferð er hæg á Bústaðavegi, einmitt á þeim tíma sem börn og ungmenni ganga eða hjóla í skólann. Skv. mælingum lögreglu ekur u.þ.b. helmingur ökumanna of hratt í gegnum Hæðargarð. Margir íbúa hafa orðið vitni að framúrakstri bíla í götunni. Samkvæmt mælingu frá 2023 ók einn bíll á ríflega 80 km hraða gegnum Hæðargarð, annar á 76 km hraða og sá þriðji annar á tæplega 71 km. hraða. Þetta var aðeins ein stök og staðfest mæling sem gefur til kynna að hraðakstur gerist reglulega þó hann sé ekki algengur.Enda þarf bara einn bíl til að verða barni að bana. Foreldri við götuna sem hér skrifar undir, hefur stigið með afgerandi hætti inn í málið, m.a. á fundum með íbúaráði Háaleitis og Bústaðahverfis. Foreldri sem sendir tvö börn yfir götuna á hverjum morgni með hjartað í buxunum í þau skipti sem þau fara án fylgdar. Augljóslega fylgja margir foreldrar börnum sínum til skóla vegna þessarar stöðu, það er næstum óþarfi að taka það fram. Rökin sem hann fékk fyrir aðgerðarleysi borgarinnar minna enn og aftur á Kafkaíska martröð. Bent hefur verið á að engin slys hafi átt sér stað sl. 10 ár! Þrátt fyrir að hönnun götunnar gefi færi á ofsaakstri í íbúagötu (80 km hraða á klst) og helmingur bíla aki of hratt þá hefur ekki orðið alvarlegt slys. Þetta er eins og að segja við einstakling sem reykir tvo pakka á dag: „Alveg óþarf að hætta að reykja, þú ert ekki enn kominn með krabbamein. Við skulum skoða málið þegar það er staðfest að þú sért með krabbamein.” Computer says no Svo virðist sem málið hafi í byrjun hausts náð eyrum fyrrverandi borgarstjóra og þannig mögulega vigtað meira en fyrri ályktanir foreldraráða skóla og íbúaráðs. Það var því tekið aftur upp í íbúaráði og sent áfram til umhverfis- og skipulagsráðs. Málinu var þaðan vísað áfram í kerfinu til skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar þar sem það virðist hafa dáið. Í stað þess einfaldlega að samþykkja að ráðast í úrbætur til að draga úr umferðarhraða í götunni, eins og foreldrar, foreldrafélög, íbúaráð og aðrir íbúar hafa kallað ákaft eftir árum saman og ætti ekki að vera flókið, er málið komið á byrjunarreit eins og hjá óheppnum spilara í slönguspili. Málinu var sumsé vísað aftur til umhverfis- og skipulagsráðs, sem virðist hafa tekið við höfnun skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Þar var samþykkt loðin bókun (16) í febrúar sem segir í raun ekki neitt og tekur ekki á vandanum varðandi of hraðan og aukin akstur: „Lagt er til að vinna heildstæða samantekt á leiðum til að bæta aðgengi, vellíðan og umferðaröryggi gangandi og hjólandi barna á leið til skóla og tómstundaiðkunar með fordæmum erlendis frá... “. Í bókun um tillöguna kom þó rödd skynseminnar um málið „Vill fulltrúinn ítreka þá skoðun sína að ekki eigi að þurfa að koma til alvarleg slys á fólki til þess að ráðist verði í aðgerðir varðandi öryggi gangandi vegfarenda ..“ Kjarni málsins sem íbúum, einkum foreldrum, við götuna og mörgum foreldrum í nágrenninu, þykir augljós. _____________________________________ Undir þetta skrifa íbúar í Hæðargarði og nærliggjandi götum sem kalla eftir aðgerðum til að draga úr hraða í götunni: Alfreð Halldórsson, Hæðargarði 16 Arndís Bjarnadóttir, Hæðargarði 50 Arndís Ýr Matthíasdóttir, Hólmgarður 37 Árný Ingvadóttir, Hólmgarður 10 Benedikt Karl Karlsson, Hólmgarði 49 Bergsveinn Þórsson, Bústaðavegi 83 Bergþór Haukdal Jónasson, Mosgerði 10 Dóra Magnúsdóttir, Hæðargarði 52 Elísa Jóhannsdóttir, Hæðargarði 7 Guðmundur Jón Guðjónsson, Hæðargarði 52 Guðmundur Jónsson, Hólmgarður 37 Guðmundur Magnússon, Hæðargarði 50 Gunnar Rúnarsson, Hæðargarður 10 Gylfi Þór Sigurðsson, Hæðargarði 24 Haraldur Karlsson, Tunguvegur 100, Herdís Kristinsdóttir, Hólmgarður 7 Hilmar Magnús, Hæðargarði 26. István Végh-Sigurvinsson, Hólmgarður 14 Jóhanna Long Hæðargarður 33 Jón Heiðar Gestsson, Hólmgarði 47 Jón Þór Guðjohnsen, Hæðargarði 4o Kristín Pálsdóttir,Hólmgarður 40 Kristín Sigbjörnsdóttir, Hæðargarði 26. Lára Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hæðargarði 52 Lilja Guðmundsdóttir, Hæðargarði 52 Margrét Ísleifsdóttir, Hæðargarður 46 María Björk Hauksdóttir, Hæðargarði 24 Ólöf Guðmundsdóttir, Hólmgarði 47 Ólöf Ragna Ámundadóttir, Hæðargarður 9 Pétur Björgvinsson, Mosgerði 8 Pétur Jóhannesson, Hæðargarði 28 Salbjörg Rita Jónsdóttir, Mosgerði 8 Sandra Vilborg Jónsdóttir, Steinagerði 17 Sigurður Gunnar Sigurðsson, Hæðargarður 46 Sigurvin Végh Sigurvinsson, Hólmgarður 14 Thelma Birna Róbertsdóttir, Hæðargarði 28 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Reykjavík Umferðaröryggi Umferð Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndin um Kafkaískt skrifræði kemur úr bókum tékkneska rithöfundarins Frans Kafka en hann lýsti í verkum sínum martraðakenndu skrifræði betur en nokkur annar. Alveg sama hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hve oft þú reynir – alltaf lendirðu á vegg. Sá eða sú sem lendir í tannhjóli skrifræðisins er fastur í óskiljanlegu og ruglingslegu ferli og er fullkomlega máttlaus gagnvart kerfinu. Dramatískt? Heldur betur! En þetta er upplifun foreldra og annarra íbúa í Hæðargarði, og reyndar víðar í póstnúmeri 108, sem hafa reynt með ýmsum ráðum í mörg ár að fá borgina til að draga úr umferðarhraða í götunni. Upplifun íbúa er sú að það sé undarlegt að stundum hefur verið hlustað á íbúa í tilteknum götum í Reykjavík og farið í framkvæmdir til að draga úr hraða til að mæta óskum þeirra. Einfaldlega vegna þess að íbúar kölluðu eftir því. Bara ekki í Hæðargarði. Það hafa verið skrifaðar greinar, foreldrafélög Breiðagerðisskóla og Jörfa hafa sent frá ályktun og mótmælt glannaakstri, það hefur verið bent á vandann í íbúakosningu um Betri Reykjavík og málefni um hraðakstur í Hæðargarði og öðrum götum í hverfi 108 hafa ítrekað komið á borð íbúaráðs hverfisins. Árið 2022 lagði ráðið fram eftirfarandi bókun: „Íbúaráð Háaleitis og Bústaða vekur á ný athygli á því að ráðið hefur sent frá sér fjölmargar bókanir vegna of mikils umferðarhraða í hverfinu á kjörtímabilinu. Niðurstaðan af þessum bókunum öllum er nákvæmlega engin“ Þrír skólar og félagsstarf aldraðra við götuna Enginn árangur af þessu brölti foreldra og annarra íbúa, foreldraráða, íbúaráðs og íbúasamtaka til þess að lækka umferðarhraða við íbúagötu þar sem eru þrír skólar. Barnaskólinn Breiðagerðisskóli, leikskólinn Jörfi og Réttarholtsskóli. Sá síðastnefndi er annar fjölmennasti unglingaskóli landsins við enda götunnar, og veldur mikilli gangandi og hjólandi umferð úr nærliggjandi hverfum. Og hér erum við að tala um börn og ungmenni! Að auki er í Hæðargarði töluvert um gangandi eldri borgara, sem fara sumir hægt yfir, enda eru þar íbúðir fyrir aldraða og öflugt félagsstarf. 80 km/klst í íbúagötu og helmingur ekur of hratt Nú er 30 km hámarkshraði í götunni, svo hvað eru þessir íbúar að tuða gæti einhver spurt? 30 km hraði er ekki ýkja mikill hraði. Það er út af fyrir sig rétt, nema bara gatan er breið og hraðahindranir í götunni það lágar að þær stöðva ekki of hraðan akstur. Auk þess benda mælingar til að gegnumakstur hafi aukist verulega þegar umferð er hæg á Bústaðavegi, einmitt á þeim tíma sem börn og ungmenni ganga eða hjóla í skólann. Skv. mælingum lögreglu ekur u.þ.b. helmingur ökumanna of hratt í gegnum Hæðargarð. Margir íbúa hafa orðið vitni að framúrakstri bíla í götunni. Samkvæmt mælingu frá 2023 ók einn bíll á ríflega 80 km hraða gegnum Hæðargarð, annar á 76 km hraða og sá þriðji annar á tæplega 71 km. hraða. Þetta var aðeins ein stök og staðfest mæling sem gefur til kynna að hraðakstur gerist reglulega þó hann sé ekki algengur.Enda þarf bara einn bíl til að verða barni að bana. Foreldri við götuna sem hér skrifar undir, hefur stigið með afgerandi hætti inn í málið, m.a. á fundum með íbúaráði Háaleitis og Bústaðahverfis. Foreldri sem sendir tvö börn yfir götuna á hverjum morgni með hjartað í buxunum í þau skipti sem þau fara án fylgdar. Augljóslega fylgja margir foreldrar börnum sínum til skóla vegna þessarar stöðu, það er næstum óþarfi að taka það fram. Rökin sem hann fékk fyrir aðgerðarleysi borgarinnar minna enn og aftur á Kafkaíska martröð. Bent hefur verið á að engin slys hafi átt sér stað sl. 10 ár! Þrátt fyrir að hönnun götunnar gefi færi á ofsaakstri í íbúagötu (80 km hraða á klst) og helmingur bíla aki of hratt þá hefur ekki orðið alvarlegt slys. Þetta er eins og að segja við einstakling sem reykir tvo pakka á dag: „Alveg óþarf að hætta að reykja, þú ert ekki enn kominn með krabbamein. Við skulum skoða málið þegar það er staðfest að þú sért með krabbamein.” Computer says no Svo virðist sem málið hafi í byrjun hausts náð eyrum fyrrverandi borgarstjóra og þannig mögulega vigtað meira en fyrri ályktanir foreldraráða skóla og íbúaráðs. Það var því tekið aftur upp í íbúaráði og sent áfram til umhverfis- og skipulagsráðs. Málinu var þaðan vísað áfram í kerfinu til skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar þar sem það virðist hafa dáið. Í stað þess einfaldlega að samþykkja að ráðast í úrbætur til að draga úr umferðarhraða í götunni, eins og foreldrar, foreldrafélög, íbúaráð og aðrir íbúar hafa kallað ákaft eftir árum saman og ætti ekki að vera flókið, er málið komið á byrjunarreit eins og hjá óheppnum spilara í slönguspili. Málinu var sumsé vísað aftur til umhverfis- og skipulagsráðs, sem virðist hafa tekið við höfnun skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Þar var samþykkt loðin bókun (16) í febrúar sem segir í raun ekki neitt og tekur ekki á vandanum varðandi of hraðan og aukin akstur: „Lagt er til að vinna heildstæða samantekt á leiðum til að bæta aðgengi, vellíðan og umferðaröryggi gangandi og hjólandi barna á leið til skóla og tómstundaiðkunar með fordæmum erlendis frá... “. Í bókun um tillöguna kom þó rödd skynseminnar um málið „Vill fulltrúinn ítreka þá skoðun sína að ekki eigi að þurfa að koma til alvarleg slys á fólki til þess að ráðist verði í aðgerðir varðandi öryggi gangandi vegfarenda ..“ Kjarni málsins sem íbúum, einkum foreldrum, við götuna og mörgum foreldrum í nágrenninu, þykir augljós. _____________________________________ Undir þetta skrifa íbúar í Hæðargarði og nærliggjandi götum sem kalla eftir aðgerðum til að draga úr hraða í götunni: Alfreð Halldórsson, Hæðargarði 16 Arndís Bjarnadóttir, Hæðargarði 50 Arndís Ýr Matthíasdóttir, Hólmgarður 37 Árný Ingvadóttir, Hólmgarður 10 Benedikt Karl Karlsson, Hólmgarði 49 Bergsveinn Þórsson, Bústaðavegi 83 Bergþór Haukdal Jónasson, Mosgerði 10 Dóra Magnúsdóttir, Hæðargarði 52 Elísa Jóhannsdóttir, Hæðargarði 7 Guðmundur Jón Guðjónsson, Hæðargarði 52 Guðmundur Jónsson, Hólmgarður 37 Guðmundur Magnússon, Hæðargarði 50 Gunnar Rúnarsson, Hæðargarður 10 Gylfi Þór Sigurðsson, Hæðargarði 24 Haraldur Karlsson, Tunguvegur 100, Herdís Kristinsdóttir, Hólmgarður 7 Hilmar Magnús, Hæðargarði 26. István Végh-Sigurvinsson, Hólmgarður 14 Jóhanna Long Hæðargarður 33 Jón Heiðar Gestsson, Hólmgarði 47 Jón Þór Guðjohnsen, Hæðargarði 4o Kristín Pálsdóttir,Hólmgarður 40 Kristín Sigbjörnsdóttir, Hæðargarði 26. Lára Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hæðargarði 52 Lilja Guðmundsdóttir, Hæðargarði 52 Margrét Ísleifsdóttir, Hæðargarður 46 María Björk Hauksdóttir, Hæðargarði 24 Ólöf Guðmundsdóttir, Hólmgarði 47 Ólöf Ragna Ámundadóttir, Hæðargarður 9 Pétur Björgvinsson, Mosgerði 8 Pétur Jóhannesson, Hæðargarði 28 Salbjörg Rita Jónsdóttir, Mosgerði 8 Sandra Vilborg Jónsdóttir, Steinagerði 17 Sigurður Gunnar Sigurðsson, Hæðargarður 46 Sigurvin Végh Sigurvinsson, Hólmgarður 14 Thelma Birna Róbertsdóttir, Hæðargarði 28
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun