Umferð

Fréttamynd

Alls­gáður en ók niður ljósa­staur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ljósastaur hefði verið ekinn niður í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Ökumaðurinn, sem reyndist hvorki ölvaður né undir áhrifum annarra efna, játaði að hafa ekið of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi í­búa

Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­göng undir Miklu­braut fýsi­legri kostur

Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar.

Innlent
Fréttamynd

Lenti með höfuðið á mal­bikinu þegar maður tók fram úr bíla­lest

Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­maður sofnaði undir stýri og ók á rútu

Börkur Hrólfsson rútubílstjóri var á leið til Keflavíkur um tvöleytið eftir hádegi í gær, þegar sofandi ökumaður ók í veg fyrir hann rétt hjá álverinu í Straumsvík. Engin meiriháttar slys urðu á fólki, en Börkur segir algjörri heppni, loftpúðum og bílbeltum að þakka að ekki hafi farið verr. Hann segir of algengt að ósofnir ferðamenn ætli sér að aka langar vegalengdir eftir langt ferðalag til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­vagnar breyta aksturseigileikum bílsins

Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis.

Samstarf
Fréttamynd

Hafa ekki nokkrar á­hyggjur af fækkun ferða

Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­ferð hafi vaxið um­fram fjár­veitingar til við­halds

Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að öku­menn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans

Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

„Í fyrra­kvöld bjargaði Tesla bif­reið lífi mínu“

Atvinnubílstjórinn og mótorhjólamaðurinn Mikkó lenti í afar erfiðri lífsreynslu síðasta sunnudagskvöld þegar hann tók léttan mótorhjólarúnt á Harley Davidson hjólinu sínu. Ökumaður Teslu bifreiðar var næstum búinn að keyra á hann en svo virtist vera sem hann hafi ekki verið með hugann við aksturinn á því augnabliki.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Líta fjölda látinna í um­ferðinni al­var­legum augum

Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun.

Innlent
Fréttamynd

„Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kær­leikans í um­ferðinni

„Við erum alltaf að skamma fólk, „Hættu í símanum! Ekki drepa mig!“ Okkur langar að breyta þessu og höfða til kærleikans. Við erum öll manneskjur á ólíkum farartækjum og viljum bara fá að koma heil heim eins og allir,“ segir Jokka, sem er í stjórn Snigla Bifhjólasamtaka lýðveldisins, en í nýrri herferð samtakanna á Tiktok biður mótorhjólafólk bílstjóra í umferðinn um að passa það.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Verum vakandi í um­ferðinni í sumar

Enn eitt ferðasumarið er framundan með tilheyrandi ferðalögum landsmanna landshorna á milli. Umferðin á þjóðvegum landsins eykst með hverju árinu, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, og því hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að vera vel vakandi undir stýri.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi

Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Ók af vett­vangi banaslyss og hefur aldrei fundist

Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka.

Innlent
Fréttamynd

Mikill við­búnaður vegna bráðra veikinda

Mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi fyrir stundu. Veginum var lokað í báðar áttir og langar bílaraðir mynduðust. Sjúkrabílar og lögreglulið voru á staðnum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.

Innlent