Umferð

Fréttamynd

Hand­tekinn eftir eftir­för úr mið­bæ í Mos­fells­bæ

Karlmaður verður ákærður fyrir fjölda umferðarlagabrota eftir eftirför lögreglu sem hófst í miðbænum síðdegis í gær endaði í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi á ákveðnum köflum ekið á 200 kílómetra hraða á klukkustund. 

Innlent
Fréttamynd

Út­reikningur FÍB standist enga skoðun

Færsla á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda þar sem flutningsgeta strætisvagns er borin saman við flutningsgetu einkabíla hefur vakið mikil viðbrögð. Reiknifræðingur segir útreikningana ekki standast skoðun sama hvernig á þá er litið.

Innlent
Fréttamynd

Geirsgata opnuð í báðar áttir á morgun

Opnað verður fyrir umferð um Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur í báðar áttir á nýjan leik á morgun. Lokað hefur verið fyrir akstur í aðra átt í einu síðan á fimmtudag í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Harð­fisk-, laxa- og beikonís á Ísdeginum í Hvera­gerði

Kjörísdagurinn Stóri var haldinn hátíðlegur í Kjörís í Hveragerði í dag í fimmtánda sinn. Hátíðin er dagskrárliður á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum sem er haldin árlega í Hveragerði. Í tilkynningu frá Kjörís kemur fram að gefnir hafi verið um 200 þúsund skammtar af ís og að áætlað sé að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Bíla­röð ísþyrstra

Löng bílaröð hefur myndast á þjóðveginum vestan Hveragerðis. Þangað hafa fjölmargir gert sér ferð á Blómstrandi daga sem fara fram núna um helgina í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Skólabyrjun og skjáhætta

Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum.

Skoðun
Fréttamynd

Löturhæg um­ferð inn í borgina

Þung umferð hefur verið á Þjóðvegi 1 frá Hellisheiði og inn á höfuðborgarsvæðið nú síðdegis. Greinilegt er að margir eru á heimleið eftir ferðalög í dag og er bíll við bíl vel framhjá Vífilsfelli, að sögn vegfaranda. 

Innlent
Fréttamynd

Umferðartafir vegna á­reksturs

Smávægilegur árekstur varð á Kringlumýrarbraut til norðurs, með þeim afleiðingum að tafir hafa orðið á umferð þar og á Hafnarfjarðarvegi.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á bú­fé og keyrt ofan í læk

Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Bíll al­elda á Hellis­heiði

Bíll er alelda á Suðurlandsvegi við Kambana á Hellisheiði. Þrír voru í bílnum þegar eldurinn kviknaði en þeir komust allir út af sjálfsdáðum. Lögregla er á leið á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Hval­fjarðar­göngin opnuð á ný

Búið er að loka Hvalfjarðargöngunum vegna áreksturs. Sérfræðingur í samskiptum hjá Vegagerðinni segir að útlit sé fyrir að göngin verði lokuð í einhvern tíma og beinir fólki um Hvalfjarðarveginn.

Innlent
Fréttamynd

Hópar slógust en enginn ætlar að kæra

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbókarfærslu lögreglu. Þar segir meðal annars frá manni sem gistir fangaklefa á Hverfisgötu vegna gruns um að hafa brotið rúðu með því að kasta steini í hana og fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Veg­far­endum stafi hætta af aug­lýsinga­skiltum

Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð.

Innlent
Fréttamynd

Aukið öryggi og lífs­gæði með bættri sam­göngu­menningu

Umferðaröryggi er okkur öllum mikilvægt. Við kennum börnunum okkar á umferðarreglurnar, spennum beltin í bílnum, notum hjálma og annan öryggisbúnað og pöntum leigubíl fyrir vin sem gleymdi sér og ætlaði að aka heim eftir einn. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Slapp með skrámur eftir veltu á Reykja­nes­braut

Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarofsi stofnar veg­far­endum í hættu

Vísir, Bylgjan, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir sérstöku umferðarátaki í sumar og undir þeim merkjum var meðal annars fjallað um hvert hliðarbilið milli ökutækja og reiðhjóla á að vera þegar tekið er fram úr.

Samstarf
Fréttamynd

Stór­hættu­legur fram­úr­akstur á Holta­vörðu­heiði

Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn.

Innlent
Fréttamynd

Hellis­heiði opnuð á ný

Hellisheiði var lokað til austurs í dag á meðan brak var hreinsað í Kömbunum. Gera þurfti við víravegrið eftir óhapp. Umferð varr beint um Þrengslaveg á meðan.

Innlent