Halla Gunnarsdóttir

Halla Gunnarsdóttir

Greinar eftir Höllu Gunnarsdóttur, formann VR.

Fréttamynd

Geðheilsu­skatturinn

Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fóturinn tekinn af vegna tann­pínu

Eftir því sem stjórnmálaflokkarnir sýna meira á spilin í aðdraganda Alþingiskosninga er erfitt að verjast þeirri hugsun að þjóðin hafi leitað til læknis með svæsna tannpínu og áformað sé að takast á við það með því að höggva af henni fótinn.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lags­leg á­hrif kláms

Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tæki­færi til breytinga í Blaðamannafélaginu

Fyrir rétt um ári síðan hélt Blaðamannafélag Íslands aðalfund sinn við heldur skrítnar aðstæður. Meirihluti stjórnar hafði neitað að samþykkja ársreikninga félagsins vegna skorts á upplýsingum frá framkvæmdastjóra félagsins, til margra ára, um fjárhagsstöðu BÍ. 

Skoðun
Fréttamynd

Forgangsröðum upp á nýtt

Það hlýtur að teljast sérstakt að á sama tíma og Íslendingar ganga í gegnum djúpa kreppu skuli forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands tala einum rómi í mörgum mikilvægustu málum í þjóðfélagsumræðunni. Svo er komið að í fréttum þarf oft ekki nema eina samhljóða fyrirsögn og síðan er hægt að skrifa fréttina með endurtekningunni: „Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson segja…" Hnífurinn gengur ekki milli þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Full­komið jafn­rétti?

"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926.

Skoðun