Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 3. janúar 2025 13:00 Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni. Málið er grafalvarlegt enda um að ræða eitt mesta skipulagsslys meirihlutans og skipulagsyfirvalda sem munað er eftir. Kjarni málsins er sá að vöruhús við Álfabakka hefur verið reist fáeinum metrum frá íbúðablokk. Við íbúum blokkarinnar blasir 13 metra hár grænn gluggalaus veggur. Fólk er eðlilega miður sín og spyr sig hvernig svona gat gerst. Engan renndi í grun um að þarna væri verið að byggja svo stórt vöruhús (skemmu) sem lokar fyrir allt útsýni frá þeim íbúðum sem snúa að vöruhúsinu. Ræða þarf tildrög þessa máls, hvað fór úrskeiðis og hvernig þetta gat raunverulega gerst. Jafnframt er kallað eftir að ábyrgðaraðilar axli ábyrgð. Enn er verið að deila um hverjir það eru og þess þá heldur er mikilvægt að fá almennilega stjórnsýsluúttekt á málinu. Það sem skiptir mestu máli nú er að framkvæmdir séu stöðvaðar hafi þær ekki þegar verið stöðvaðar. Svona getur þetta ekki verið Hefja þarf vinnu við að finna ásættanlega lausn á þessu máli, lausn sem íbúar geta unað við. Ekki verður liðið að bjóða íbúum upp á að stara á grænan vegg vöruhússins þegar horft er út um stofugluggann. Þess má geta að þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni (heimild til að selja byggingarrétt og leggja á gatnagerðargjöld fyrir Álfabakka 2a) þann 15. júní 2023 lá skýrt fyrir í gögnum málsins að um þjónustu- og verslunarlóð væri að ræða. Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagsráð og formaður ráðsins á þessum tíma bera fulla ábyrgð á að hafa veitt alltof rúmar byggingarheimildir og þegar sjá mátti hvert stefndi var ekki nóg gert til að sporna við þessu mikla skipulagsslysi. Beita hefði þurft öllum ráðum til að stöðva þessa óheillaframkvæmd. Í tillögunni um stjórnsýsluúttekt er lögð áhersla að að skoða: 1. Feril ákvarðana í málinu 2. Tímalínu málsins, frá upphafi 3. Regluverk og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu vöruhússins 5. Athugsemdir íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum Hvernig þessu ótrúlega máli lyktar er stór spurning. Íbúar þeirra íbúða sem snúa að skemmunni verða að fá útsýnið sitt aftur sem vöruskemman byrgir nú alfarið. Mikilvægt er að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Tillaga um stjórnsýsluúttekt var áður lögð fram af Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki á fundi borgarstjórnar 17. desember 2024 og var þá óskað eftir að hún yrði tekin á dagskrá með afbrigðum. Því hafnaði meirihlutinn. Tillaga um afbrigði var felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu málsins. Höfundur er þingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Viðreisn Vinstri græn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Viljum við deyja út? Friðrik Snær Björnsson Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Græni veggurinn, vöruskemman verður rædd í borgarstjórn Reykjavíkur 7. janúar 2025 af tveimur flokkum minnihlutans. Borgarfulltrúi Flokks fólksins mun leggja til að að borgarstjórn samþykki að fela innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar eða öðrum óháðum aðila að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli er varðar Álfabakka 2a, Suður-Mjódd, vöruskemmunni. Málið er grafalvarlegt enda um að ræða eitt mesta skipulagsslys meirihlutans og skipulagsyfirvalda sem munað er eftir. Kjarni málsins er sá að vöruhús við Álfabakka hefur verið reist fáeinum metrum frá íbúðablokk. Við íbúum blokkarinnar blasir 13 metra hár grænn gluggalaus veggur. Fólk er eðlilega miður sín og spyr sig hvernig svona gat gerst. Engan renndi í grun um að þarna væri verið að byggja svo stórt vöruhús (skemmu) sem lokar fyrir allt útsýni frá þeim íbúðum sem snúa að vöruhúsinu. Ræða þarf tildrög þessa máls, hvað fór úrskeiðis og hvernig þetta gat raunverulega gerst. Jafnframt er kallað eftir að ábyrgðaraðilar axli ábyrgð. Enn er verið að deila um hverjir það eru og þess þá heldur er mikilvægt að fá almennilega stjórnsýsluúttekt á málinu. Það sem skiptir mestu máli nú er að framkvæmdir séu stöðvaðar hafi þær ekki þegar verið stöðvaðar. Svona getur þetta ekki verið Hefja þarf vinnu við að finna ásættanlega lausn á þessu máli, lausn sem íbúar geta unað við. Ekki verður liðið að bjóða íbúum upp á að stara á grænan vegg vöruhússins þegar horft er út um stofugluggann. Þess má geta að þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni (heimild til að selja byggingarrétt og leggja á gatnagerðargjöld fyrir Álfabakka 2a) þann 15. júní 2023 lá skýrt fyrir í gögnum málsins að um þjónustu- og verslunarlóð væri að ræða. Reykjavíkurborg, umhverfis- og skipulagsráð og formaður ráðsins á þessum tíma bera fulla ábyrgð á að hafa veitt alltof rúmar byggingarheimildir og þegar sjá mátti hvert stefndi var ekki nóg gert til að sporna við þessu mikla skipulagsslysi. Beita hefði þurft öllum ráðum til að stöðva þessa óheillaframkvæmd. Í tillögunni um stjórnsýsluúttekt er lögð áhersla að að skoða: 1. Feril ákvarðana í málinu 2. Tímalínu málsins, frá upphafi 3. Regluverk og framkvæmd þess, með áherslu á hvort farið hafi verið eftir gildandi lögum og reglum 4. Eftirlitsferla, með sérstakri áherslu á hvernig staðið var að eftirliti við byggingu vöruhússins 5. Athugsemdir íbúa og hvernig unnið var úr þeim athugasemdum Hvernig þessu ótrúlega máli lyktar er stór spurning. Íbúar þeirra íbúða sem snúa að skemmunni verða að fá útsýnið sitt aftur sem vöruskemman byrgir nú alfarið. Mikilvægt er að öllum steinum verði velt við til að greina veikleika í stjórnsýslunni og tryggja að slík mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni. Tillaga um stjórnsýsluúttekt var áður lögð fram af Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki á fundi borgarstjórnar 17. desember 2024 og var þá óskað eftir að hún yrði tekin á dagskrá með afbrigðum. Því hafnaði meirihlutinn. Tillaga um afbrigði var felld með 13 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Borgarfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu málsins. Höfundur er þingmaður og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar
Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder Skoðun
Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir Skoðun