Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 27. nóvember 2024 21:02 Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun