Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 27. nóvember 2024 21:02 Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar