Miðflokkurinn Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig Innlent 15.7.2025 12:13 Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Innlent 14.7.2025 23:38 Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu. Innlent 14.7.2025 14:59 Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Innlent 14.7.2025 11:22 Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi. Innlent 12.7.2025 19:47 Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis. Innlent 11.7.2025 17:04 „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 11.7.2025 09:16 Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Innlent 9.7.2025 08:09 „Býsna margt orðið grænmerkt“ Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin. Innlent 5.7.2025 20:46 Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík í nýrri skoðanakönnun og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur. Innlent 4.7.2025 13:25 Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi á meðan hún fór í tæplega tveggja vikna frí. Hún segist hafa verið í daglegum samskiptum við fyrsta varaþingmann en vegna óvissu um þinglok hafi hann ekki verið kallaður inn. Innlent 3.7.2025 21:00 Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. Innlent 2.7.2025 20:14 Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1.7.2025 18:31 Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 1.7.2025 15:52 Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni „Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Skoðun 27.6.2025 22:30 „Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Innlent 26.6.2025 20:24 „Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Innlent 26.6.2025 12:13 Miðflokkur rýkur upp en Sjálfstæðisflokkur dalar Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 17,3 prósent í nýjustu könnun Maskínu og lækkar þar með um 1,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig frá síðustu könnun Maskínu og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi. Innlent 26.6.2025 09:24 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Innlent 24.6.2025 00:29 Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Viðskipti innlent 20.6.2025 11:20 Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Innlent 18.6.2025 11:24 Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. Innlent 18.6.2025 07:32 Tíu staðreyndir um íslenskt samfélag Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil. Skoðun 17.6.2025 10:02 Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Innlent 15.6.2025 23:03 Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Innlent 15.6.2025 15:36 Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Innlent 15.6.2025 08:08 Fékk hláturskast í ræðustól Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35. Innlent 14.6.2025 22:33 Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. Innlent 14.6.2025 11:55 Bókun 35 aftur rædd fram á nótt Þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 til klukkan 02:19 í nótt. Þá var rúmlega fjórtán klukkustunda fundi Alþingis slitið en þar af var tæplega hálfum sólarhring varið í umræður um bókun 35. Innlent 14.6.2025 08:57 Segja skellt á Skattinn og að „ofbeldi“ viðgangist í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. Innlent 13.6.2025 12:40 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 33 ›
Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig Innlent 15.7.2025 12:13
Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Innlent 14.7.2025 23:38
Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu. Innlent 14.7.2025 14:59
Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Innlent 14.7.2025 11:22
Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi. Innlent 12.7.2025 19:47
Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis. Innlent 11.7.2025 17:04
„Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 11.7.2025 09:16
Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Innlent 9.7.2025 08:09
„Býsna margt orðið grænmerkt“ Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin. Innlent 5.7.2025 20:46
Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í Reykjavík í nýrri skoðanakönnun og Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur. Innlent 4.7.2025 13:25
Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann fyrir sig á Alþingi á meðan hún fór í tæplega tveggja vikna frí. Hún segist hafa verið í daglegum samskiptum við fyrsta varaþingmann en vegna óvissu um þinglok hafi hann ekki verið kallaður inn. Innlent 3.7.2025 21:00
Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. Innlent 2.7.2025 20:14
Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1.7.2025 18:31
Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 1.7.2025 15:52
Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni „Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Skoðun 27.6.2025 22:30
„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Innlent 26.6.2025 20:24
„Augljóst að stjórnarandstöðunni hefur gjörsamlega mistekist“ Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala á meðan að Samfylkingin bætir við sig í nýjustu könnun Maskínu. Þó að Miðflokkurinn sé hástökkvari mánaðarins segir stjórnmálafræðingur könnuna skýrt merki um að málflutningur stjórnarandstöðunnar sé ekki að borga sig. Innlent 26.6.2025 12:13
Miðflokkur rýkur upp en Sjálfstæðisflokkur dalar Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 17,3 prósent í nýjustu könnun Maskínu og lækkar þar með um 1,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig frá síðustu könnun Maskínu og mælist nú með 28,1 prósenta fylgi. Innlent 26.6.2025 09:24
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. Innlent 24.6.2025 00:29
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Viðskipti innlent 20.6.2025 11:20
Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Innlent 18.6.2025 11:24
Ný könnun Gallup: Samfylkingin bætir við sig og Framsókn þurrkast út Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með mest fylgi flokka í Reykjavík. Samfylkingin er á siglingu og myndi bæta við sig tveimur borgarfulltrúum í átta, en Framsókn myndi missa alla sína fjóra. Innlent 18.6.2025 07:32
Tíu staðreyndir um íslenskt samfélag Á þjóðhátíðardaginn er viðeigandi að við sameinumst um þá ágætu hugmynd okkar að vera Íslendingar. Til þess að svo megi verða, er ábyrgð okkar stjórnmálamanna mikil. Skoðun 17.6.2025 10:02
Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Innlent 15.6.2025 23:03
Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Innlent 15.6.2025 15:36
Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Innlent 15.6.2025 08:08
Fékk hláturskast í ræðustól Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35. Innlent 14.6.2025 22:33
Meirihlutinn spari mínútur til að kasta klukkutímum á glæ Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna. Innlent 14.6.2025 11:55
Bókun 35 aftur rædd fram á nótt Þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 til klukkan 02:19 í nótt. Þá var rúmlega fjórtán klukkustunda fundi Alþingis slitið en þar af var tæplega hálfum sólarhring varið í umræður um bókun 35. Innlent 14.6.2025 08:57
Segja skellt á Skattinn og að „ofbeldi“ viðgangist í nefndinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. Innlent 13.6.2025 12:40