Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar 22. nóvember 2024 17:32 Allir stjórnmálaflokkarnir hafa verið með yfirlýsingar fyrir þessar kosningar um að þeir ætli að taka á geðheilbrigðismálum barna og ungmenna. En ég hef ekki heyrt hvað á að gera til að ná þessu markmiði annað en að stórauka sálfræðiþjónustu, en er það nóg? Erum við að forgangsraða rétt: Í mínum huga nei, þegar það blasir við að yfir 40% drengja geta ekki lesið sér til gagns þá þarf að gera eitthvað meira en auka sálfræðiviðtöl, fjölga stofnunum og gefa geðlyf. Samkvæmt forvarnarhóp sem var stofnaður á skrifstofu Höfuðborgarsvæðisins og skilaði af sér skýrslu í apríl á þessu ári kom fram að í desember 2022 hafi 3000 ungmenni á aldrinum 16-24 ára hvorki verið í skóla né vinnu. Við vitum það að einstaklingar sem eru stefnulausir og eiga við sértæka námserfiðleika að stríða er hættara við að velja sér afbrotaveginn. Er þá fyrst á dagskrá að byggja 14 milljarða fangelsi og fjölga rýmum um 20? Ég sakna þess að heyra að það eigi ekki að koma með aðrar nýjar áskoranir en þær að halda áfram að sjúkdómsmerkimiða vandamálið í staðinn fyrir að koma með lausnamiðaða nálgun sem er hægt að byrja á strax. Það gerum við til að mynda með því að fjölga fjölsmiðjum um allt land og styrkja þær sem fyrir eru almennilega, komum enn meiri nýsköpun þar inn og sjálfbærni. Í því samhengi væri hægt að nefna að þegar grunnskóli í Reykjavík setti upp hönnunarsnaga til að hengja upp fatnað fyrir skólabörn sem kostaði jafn mikið og leiga við að opna eina deild til viðbótar í Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu. Við gætum svo hæglega snagavætt alla grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu með því að opna slíka deild í Fjölsmiðjunni eða gert eitthvað annað og þá erum við farin að tala um sjálfbærni og skapa atvinnuúrræði fyrir ungmennin okkar. Við leysum ekki vandann eingöngu með viðtalsmeðferðum: Ef við ætlum að leysa vandamálið bara með lyfjagjöf og viðtalsmeðferð þá er það ávísun á að við fjölgun ungra öryrkja næstu áratugina að teknu tilliti til þeirrar vélvæðingar sem er fram undan á vinnumarkaði í framtíðinni. Við þurfum að byrja á réttum enda og það kostar eins og fangelsið en á móti getum við sparað líka. Ég hef ekki verðmiðann á því hvað það kostar að bæta lesskilning drengja, sem ég tel vera forgangsatriði, og ásamt því að koma með áskoranir fyrir ungt fólk sem gerir það að verkum að sjálfsmynd þess styrkist til framtíðar. En hvað mega svona úrræði kosta þegar við erum að fara að spara í ríkisrekstri og er einhver sparnaður fólginn í því að sinna þessu ekki af alvöru og hafa ekki úrræðin sem þarf til? Verðmiðinn er kominn á nýja fangelsið, hann er 14 milljarðar sem við skulum reikna með að fari alltaf í 20 milljarða af fenginni reynslu þegar ríkisframkvæmdir eru annars vegar sem fara yfirleitt fram úr fjárheimildum. En hvað með að koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi að fara inn í fangelsismálakerfið? Með því að koma með aðra nálgun í málefnum ungra afbrotamanna gæti það verið sparnaður til framtíðar fyrir samfélagið? Hvað með að vera með skilvirkara skilorðseftirlit og skapa þá hefð að dæma til uppbyggilegrar réttvísi og þá er ég í því samhengi að horfa til 57. greinar almennra hegningarlaga. Þar sem segir m.a. 1. Að aðili sæti á skilorðstímanum umsjón einstakra manna, félags eða stofnunar. Aðili skal jafnan sæta slíkri umsjón, ef honum eru sett skilyrði samkvæmt 2.–5. tölul. hér á eftir. 2. Að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstað, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tómstunda. 3. Að aðili neyti ekki á skilorðstímanum áfengis né deyfilyfja. 4. Að aðili gangist undir dvöl á hæli tiltekinn tíma, ef nauðsyn þykir til bera, allt að 18 mánuðum, er venja þarf hann af notkun áfengis eða deyfilyfja, en ella allt að 1 ári. 5. Að aðili gangist undir að þola takmarkanir á umráðum yfir tekjum sínum eða öðru, er fjárhag hans varðar. 6. Að aðili greiði eftir getu fébætur fyrir tjón, sem hann hefur valdið með broti sínu. Horfum til Bretlands og tökum okkur youth offending team til fyrirmyndar sem byggir á uppbyggilegri réttvísi: Eigum við ekki að byrja á réttum enda, taka fast á ungum afbrotamönnum með nýrri nálgun og stífa rammann í kringum þá og styðja fjölskyldur þeirra. Er peningum skattgreiðanda ekki betur varið þar heldur en að fara í dýra byggingu á fangelsi fyrir utan það að kannski bjargar það mannslífum. Ég myndi allan daginn segja að við byggjum sérhæft meðferðarúrræði fyrir ungmenni í vanda og samhliða því eigum við að styrkja núverandi fangelsiskerfi. Samhliða því styrkjum við landamæragæslu og hleypum ekki skipulagðri glæpastarfsemi inn í landið. Það gerum við fyrst og fremst með því að koma í veg fyrir að ungmenni sem hafa veika sjálfsmynd og eru stefnulaus á verðgangi í frumskógi kerfisins þurfi ekki að leita sér viðurkenningar í heimi glæpa en í staðinn hafi þau menntunarmöguleika, svarið við fækkun afbrota og ofbeldis er fyrst og fremst að heyra þau og sjá og veita rétt úrræði. Hvað með að byrja á réttum enda og snúa píramídanum við? Það gerum við með því að styrkja undirstoðirnar. Það er búið að gera nóg fyrir penthouse-ið í bili, núna er komið að kjallaranum, hann hefur verið að morkna. Vonandi föllum við ekki í sömu gryfjuna eins og alltaf að stofna nefndir eða ráð sem ætla að koma með alheimslausnina á vanda barna og ungmenna. Það þarf ekki að finna upp hjólið. Horfum til landa sem eru að gera best í þessum málaflokki í heiminum. Leitum til fólks sem hefur verið að gólfinu til áratuga og kann að nálgast svona viðfangsefni og er í raunverulegri snertingu við málaflokkinn. Tökum markvisst á glæpum: Þegar formaður félags lögreglumanna, og ekki bara hann heldur allir formenn allra lögreglufélaga Norðurlanda, segir að það sé að skapast alvarlegt ástand í tengslum við alþjóðlega glæpastarfsemi á öllum Norðurlöndunum og að ungir afbrotamenn séu í sérstakri áhættu þá bregðumst við strax við því. https://www.visir.is/g/20242648668d/-saenska-astandid-ordid-ad-norraenu Með þessu er ég ekki að boða harðari refsistefnu heldur verður vopnið í þessum slag fræðsla sem byggir á leiðbeiningum og skilningi þannig að þeir átti sig á því hver orsök og afleiðingar afbrota eru. Stífur rammi og stuðningur við fjölskyldur þeirra. Þegar ég er að tala um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna þá er verið að tala um ungmenni á aldrinum 15-25 ára sem mun til lengri tíma spara okkur milljarða og bjarga mannslífum. Það er gríðarlegur mannauður hér á landi með áratuga reynslu sem kann til verka. Fólk sem heyrir og sér og skilur og hefur unnið á gólfinu svo áratugum skiptir og jafnvel lifað í þessum heimi sem börn og ungmenni og þekkir þar af leiðandi tilfinninguna að tapa í skólakerfinu og í samfélaginu og vera ekki heyrt og séð. Nú skulum við hætta að spóla í sömu hjólförunum og takast á við vandann í raunheimi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Davíð Bergmann Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkarnir hafa verið með yfirlýsingar fyrir þessar kosningar um að þeir ætli að taka á geðheilbrigðismálum barna og ungmenna. En ég hef ekki heyrt hvað á að gera til að ná þessu markmiði annað en að stórauka sálfræðiþjónustu, en er það nóg? Erum við að forgangsraða rétt: Í mínum huga nei, þegar það blasir við að yfir 40% drengja geta ekki lesið sér til gagns þá þarf að gera eitthvað meira en auka sálfræðiviðtöl, fjölga stofnunum og gefa geðlyf. Samkvæmt forvarnarhóp sem var stofnaður á skrifstofu Höfuðborgarsvæðisins og skilaði af sér skýrslu í apríl á þessu ári kom fram að í desember 2022 hafi 3000 ungmenni á aldrinum 16-24 ára hvorki verið í skóla né vinnu. Við vitum það að einstaklingar sem eru stefnulausir og eiga við sértæka námserfiðleika að stríða er hættara við að velja sér afbrotaveginn. Er þá fyrst á dagskrá að byggja 14 milljarða fangelsi og fjölga rýmum um 20? Ég sakna þess að heyra að það eigi ekki að koma með aðrar nýjar áskoranir en þær að halda áfram að sjúkdómsmerkimiða vandamálið í staðinn fyrir að koma með lausnamiðaða nálgun sem er hægt að byrja á strax. Það gerum við til að mynda með því að fjölga fjölsmiðjum um allt land og styrkja þær sem fyrir eru almennilega, komum enn meiri nýsköpun þar inn og sjálfbærni. Í því samhengi væri hægt að nefna að þegar grunnskóli í Reykjavík setti upp hönnunarsnaga til að hengja upp fatnað fyrir skólabörn sem kostaði jafn mikið og leiga við að opna eina deild til viðbótar í Fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu. Við gætum svo hæglega snagavætt alla grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu með því að opna slíka deild í Fjölsmiðjunni eða gert eitthvað annað og þá erum við farin að tala um sjálfbærni og skapa atvinnuúrræði fyrir ungmennin okkar. Við leysum ekki vandann eingöngu með viðtalsmeðferðum: Ef við ætlum að leysa vandamálið bara með lyfjagjöf og viðtalsmeðferð þá er það ávísun á að við fjölgun ungra öryrkja næstu áratugina að teknu tilliti til þeirrar vélvæðingar sem er fram undan á vinnumarkaði í framtíðinni. Við þurfum að byrja á réttum enda og það kostar eins og fangelsið en á móti getum við sparað líka. Ég hef ekki verðmiðann á því hvað það kostar að bæta lesskilning drengja, sem ég tel vera forgangsatriði, og ásamt því að koma með áskoranir fyrir ungt fólk sem gerir það að verkum að sjálfsmynd þess styrkist til framtíðar. En hvað mega svona úrræði kosta þegar við erum að fara að spara í ríkisrekstri og er einhver sparnaður fólginn í því að sinna þessu ekki af alvöru og hafa ekki úrræðin sem þarf til? Verðmiðinn er kominn á nýja fangelsið, hann er 14 milljarðar sem við skulum reikna með að fari alltaf í 20 milljarða af fenginni reynslu þegar ríkisframkvæmdir eru annars vegar sem fara yfirleitt fram úr fjárheimildum. En hvað með að koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi að fara inn í fangelsismálakerfið? Með því að koma með aðra nálgun í málefnum ungra afbrotamanna gæti það verið sparnaður til framtíðar fyrir samfélagið? Hvað með að vera með skilvirkara skilorðseftirlit og skapa þá hefð að dæma til uppbyggilegrar réttvísi og þá er ég í því samhengi að horfa til 57. greinar almennra hegningarlaga. Þar sem segir m.a. 1. Að aðili sæti á skilorðstímanum umsjón einstakra manna, félags eða stofnunar. Aðili skal jafnan sæta slíkri umsjón, ef honum eru sett skilyrði samkvæmt 2.–5. tölul. hér á eftir. 2. Að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstað, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og notkun tómstunda. 3. Að aðili neyti ekki á skilorðstímanum áfengis né deyfilyfja. 4. Að aðili gangist undir dvöl á hæli tiltekinn tíma, ef nauðsyn þykir til bera, allt að 18 mánuðum, er venja þarf hann af notkun áfengis eða deyfilyfja, en ella allt að 1 ári. 5. Að aðili gangist undir að þola takmarkanir á umráðum yfir tekjum sínum eða öðru, er fjárhag hans varðar. 6. Að aðili greiði eftir getu fébætur fyrir tjón, sem hann hefur valdið með broti sínu. Horfum til Bretlands og tökum okkur youth offending team til fyrirmyndar sem byggir á uppbyggilegri réttvísi: Eigum við ekki að byrja á réttum enda, taka fast á ungum afbrotamönnum með nýrri nálgun og stífa rammann í kringum þá og styðja fjölskyldur þeirra. Er peningum skattgreiðanda ekki betur varið þar heldur en að fara í dýra byggingu á fangelsi fyrir utan það að kannski bjargar það mannslífum. Ég myndi allan daginn segja að við byggjum sérhæft meðferðarúrræði fyrir ungmenni í vanda og samhliða því eigum við að styrkja núverandi fangelsiskerfi. Samhliða því styrkjum við landamæragæslu og hleypum ekki skipulagðri glæpastarfsemi inn í landið. Það gerum við fyrst og fremst með því að koma í veg fyrir að ungmenni sem hafa veika sjálfsmynd og eru stefnulaus á verðgangi í frumskógi kerfisins þurfi ekki að leita sér viðurkenningar í heimi glæpa en í staðinn hafi þau menntunarmöguleika, svarið við fækkun afbrota og ofbeldis er fyrst og fremst að heyra þau og sjá og veita rétt úrræði. Hvað með að byrja á réttum enda og snúa píramídanum við? Það gerum við með því að styrkja undirstoðirnar. Það er búið að gera nóg fyrir penthouse-ið í bili, núna er komið að kjallaranum, hann hefur verið að morkna. Vonandi föllum við ekki í sömu gryfjuna eins og alltaf að stofna nefndir eða ráð sem ætla að koma með alheimslausnina á vanda barna og ungmenna. Það þarf ekki að finna upp hjólið. Horfum til landa sem eru að gera best í þessum málaflokki í heiminum. Leitum til fólks sem hefur verið að gólfinu til áratuga og kann að nálgast svona viðfangsefni og er í raunverulegri snertingu við málaflokkinn. Tökum markvisst á glæpum: Þegar formaður félags lögreglumanna, og ekki bara hann heldur allir formenn allra lögreglufélaga Norðurlanda, segir að það sé að skapast alvarlegt ástand í tengslum við alþjóðlega glæpastarfsemi á öllum Norðurlöndunum og að ungir afbrotamenn séu í sérstakri áhættu þá bregðumst við strax við því. https://www.visir.is/g/20242648668d/-saenska-astandid-ordid-ad-norraenu Með þessu er ég ekki að boða harðari refsistefnu heldur verður vopnið í þessum slag fræðsla sem byggir á leiðbeiningum og skilningi þannig að þeir átti sig á því hver orsök og afleiðingar afbrota eru. Stífur rammi og stuðningur við fjölskyldur þeirra. Þegar ég er að tala um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna þá er verið að tala um ungmenni á aldrinum 15-25 ára sem mun til lengri tíma spara okkur milljarða og bjarga mannslífum. Það er gríðarlegur mannauður hér á landi með áratuga reynslu sem kann til verka. Fólk sem heyrir og sér og skilur og hefur unnið á gólfinu svo áratugum skiptir og jafnvel lifað í þessum heimi sem börn og ungmenni og þekkir þar af leiðandi tilfinninguna að tapa í skólakerfinu og í samfélaginu og vera ekki heyrt og séð. Nú skulum við hætta að spóla í sömu hjólförunum og takast á við vandann í raunheimi. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun