Innlent

Eld­gos er hafið

Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa
Eldgos hófst í kvöld við Sundhnúksgígaröðina.
Eldgos hófst í kvöld við Sundhnúksgígaröðina. Aðsend

Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 eftir að aukin skjálftavirkni mældist á svæðinu á ellefta tímanum í kvöld og merkja mátti breytingu á þrýstingi við borholur í Svartsengi. Búið er að virkja neyðarstig almannavarna og samhæfingarmiðstöð. Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni að neðan.

Talið er að gist hafi verið í um fimmtíu húsum í Grindavík undanfarnar nætur. Lögregla og almannavarnir vinna að rýmingu bæjarins. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar farin í loftið með vísindamenn um borð til að meta stöðuna. Talið er að eldgosið sé á svipuðum slóðum og í fyrri gosum.

Að neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavélum á svæðinu.

Allar nýjustu vendingar af eldgosinu má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki um leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×