Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 18:59 Ásgeir Jónsson segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni hratt næstu misseri en þó sé óvissa í kortunum. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur segir að verði samið um miklar launahækkanir í yfirstandandi kjarasamningum geti það haft skaðleg áhrif . Vísir Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón. Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og nú um 0,5 prósentur. Stýrivextir eru nú 8,5 prósent. Nefndin býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu misserum. Mikið hafi dregið úr hagvexti sem nefndin spáir að verði samanlagt lítill sem enginn á þessu ári. Lækkunarferlið hafið „Við erum að sjá skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna tiltölulega hratt. Við sjáum að Grindavíkuráhrifin svokölluðu, þar sem íbúar Grindavíkur keyptu fasteignir í öðrum sveitarfélögum, eru farin af fasteignamarkaði. Það er að hægja á. Það er mjög jákvætt því stór hluti af þeirri verðbólgu sem við höfum séð er tengd húsnæðiskostnaði,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að lækkunarferlið haldi áfram á næstu misserum. „Ég held að við munum sjá stöðuga og nokkuð myndarlega stýrivaxtahækkun allt næsta ár,“ segir hann. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að búist sé við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósenta markmið bankans árið 2026. Ýmsir óvissuþættir séu þó fram undan eins og aukinn sparnaður heimila sem geti leitt til aukinnar einkaneyslu á næstu misserum sem geti svo haft áhrif á að verðbólga aukist á ný. „Það er mikill sparnaður sem er jákvætt en auðvitað höfum við áhyggjur af því að þegar við slökum á peningalegu aðhaldi að þá muni peningarnir aftur leita út í hagkerfið,“ segir hann. Hækkanir umfram núverandi kjarasamninga geti haft skaðleg áhrif Ásgeir segir að hóflegir kjarasamningar sem voru gerðir í vor hafi haft jákvæð áhrif á verðbólguþróun. Aðspurður um hvort það hefði neikvæð áhrif á þróunina ef kennarar og læknar semja um meiri launahækkanir en í vor svarar hann: Við erum mjög ánægð með þá kjarasamninga sem voru gerðir í vor sem eru til langs tíma og við teljum að þeir skapi langtímastöðugleika. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að komi til mun meiri launahækkanna í yfirstandandi kjarasamningum en samið var um í vor geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. „Ég vona svo sannarlega að þarna verði ekki sleginn allt annar taktur en búið er að gera á almenna markaðnum. Það væri til vansa og væri skaðlegt ef samningar sem eru nú að almenna markaðnum myndu flosna upp,“ segir Jón.
Kjaramál Seðlabankinn Íslandsbanki Kennaraverkfall 2024 Læknaverkfall 2024 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira