Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2024 23:00 Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna í Seljaskóla vilja að börnin fái símafrí í skólanum. Vísir/Bjarni Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56