Innlent

Funda þriðja daginn í röð á morgun

Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Samninganefndir Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í dag og hittast aftur á morgun.
Samninganefndir Kennarasambands Íslands, ríkis og sveitarfélaga hittust á fundi í dag og hittast aftur á morgun. Vísir/Vilhelm

Hreyfing er komin á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir funduðu í Karphúsinu í gær og sátu svo aftur í allan dag á fundi.

 Þá hefur fundur verið boðaður aftur klukkan níu í fyrramálið. Litlar upplýsingar fást um gang viðræðna en eitt af stóru málunum er krafa kennara um jöfnun launa á milli markaða.


Tengdar fréttir

Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu

Tónlistarkonan Salka Sól hélt eldræðu í Ráðhúsi Reykjavíkur af svölum borgarstjórnarsalsins þegar fundur borgarstjórnar fór þar fram í hádeginu í gær. Salka hélt ræðuna fyrir hönd foreldra leikskólabarna vegna verkfalls kennara en hún segir verkfallið hafa djúpstæð áhrif á börnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×