Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Manninum var gefið að sök að slá stúlkuna í fjölda skipta í rassinn og í eitt skipti nuddað beran rass hennar. Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist líta á stúlkuna sem sína eigin dóttur og hann hefði alið hana upp sem slíka. Dómurinn sagði ósamræmi í framburði Hann viðurkenndi að hafa nuddað stúlkuna en sagði það hafa verið að hennar beiðni. Þegar hann nuddaði hana hafi vinkona stjúpdótturinnar verið viðstödd allan tíman og móðir hennar verið í dyragættinni og séð hvað væri að fara fram. Engar athugasemdir hafi komið fram þá. Hann sagðist ekki hafa nuddað beran rass hennar né innanverð læri. Hann hefði lært nudd og væri vel að sér í líffærafræði. Hann hafi veitt nuddið af þekkingu en ekki til að brjóta á stúlkunni. Maðurinn sagðist hafa nuddað svokallaðan maximus-vöðva stúlkunnar. Bent er á að umræddur vöðvi er stærsti rassvöðvinn, og því þótti dómnum vera innbyrðis ósamræmi í framburði mannsins sem bæði sagðist hafa nuddað vöðvann en ekki hafa nuddað rass hennar. Þótti „djókið“ aldrei fyndið Varðandi rassskellingarnar sagði maðurinn að hann hefði ekki haft neinn ásetning til að brjóta á stjúpdótturinni. Hann sagði að um væri að ræða djók sem væri tengt ærslum og leikjum. Hann sagði að þau hefðu slegið hvort annað í líkaman reglulega, þar með talið í rassinn. Þetta hafi verið til gamans gert. Hann sagði að stúlkan hafi aldrei upplifað þetta sem kynferðislega áreitni fyrr en í skýrslugjöf hjá lögreglu þegar hún hafi verið búin að ræða við móður sína. Fyrir dómi sagði stúlkan að sér hafi alltaf þótt þetta óþægilegt. Sérstaklega í eitt skipti þegar hann hafi sagt: „Æj nei djók, þú gætir fílað þetta.“ Hún hafi ekki þorað að kvarta undan þessu fyrr en maðurinn hafi líka gert þetta við vinkonu hennar. Háttsemin af kynferðislegum toga Í dómnum er bent á að á þessum tíma hafi stúlkan verið á táningsaldri en hann fullorðinn maður og hennar eina föðurímynd. Ekki væri hægt að fallast á það með manninum að þessi háttsemi fælist eingöngu í glettni og leik. Þá segir í dómnum að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að gjörðir hans hafi verið af kynferðislegum toga. Hann var sakfelldur samkvæmt ákæru og fær líkt og áður segir sjö mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 1,25 milljónir í miskabætur, og gert að greiða 3,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira