Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna segir að stefnt sé að því að Fossvogsbrú verði klár árið 2028. Vísir/Einar Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári. Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“ Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Á dögunum kynnti Vegagerðin nýja umhverfismatsskýrslu vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. „Nú eru Kópavogur og Reykjavík að kynna sínar tillögur að breytingum á rammahluta aðalskipulags. Það er í kynningarferli nú til 25. janúar og verða haldnir kynningarfundir fyrir almenning í byrjun janúar bæði í Kópavogi og Reykjavík,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna. Þessi fyrsta lota er fimmtán kílómetra löng og gert er ráð fyrir 26 stoppistöðvum. Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Mest áberandi framkvæmdin er Fossvogsbrú og undirbúningur fyrir landfyllingu hafin á Kársnesi, sem búið er að bjóða út. „Við erum búin að bjóða út fyllingna, tilboð opna núna í byrjun desember þannig að vonandi geta menn hafið framkvæmdir hér snemma á næsta ári. Þá um það leyti getum við líka farið að bjóða út brúarsmíðina sjálfa,“ segir Davíð. Gert er ráð fyrir að brúarsmíðinni ljúki um mitt ár 2028. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar, til að mynda er hætt vð að borgarlínan aki í blandaðri umferð hringinn í kring um Tjörnina og nú gert ráð fyrir að borgarlínan fari ein um Skothús- og Fríkirkjuvegi. „Þegar kemur að bílaumferð í Reykjavík er það ekki fyrr en seinna, 2026 eða 2027 jafnvel 2028, sem menn fara fyrst að sjá truflanir. Við auðvitað reynum að tryggja vel allar hjáleiðir og skipta þessu niður. Þetta eru margir leggir sem þetta skiptist í þannig að það verður tekinn einn bútur í einu þannig að það verði sem minnst röskun af þessu.“
Borgarlína Reykjavík Kópavogur Samgöngur Fossvogsbrú Vegagerð Tengdar fréttir Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04 Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. 19. nóvember 2024 09:04
Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21