Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 01:07 Ljósmyndari Vísis Vilhelm Gunnarsson stendur vaktina á eldgosasvæðinu sem fyrr. Hann hefur myndað níu eldgos á svæðinu í bak og fyrir. Nú bætist það tíunda við. Vísir/vilhelm Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent