Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 19:48 Til vinstri situr Sigmundur við borð í VMA og skrifar. Til hægri má sjá verkin sem hann er sagður eiga heiðurinn af. Aðsent Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki. Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki.
Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira