Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 21:31 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að vextir á verðtryggðum lánum hafi hækkað í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Vísir/Arnar Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki. Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti um breytingar á vaxtakjörum nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Bankinn lækkaði óverðtryggða vexti á útlánum um allt að núll komma fimm prósentustig. Bankinn hækkaði hins vegar vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um núll komma tvö til núll komma þrjú prósentustig. Aðrir bankar breyta vaxtakjörum á næstunni Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætlar Arion banki að breyta sínum vaxtakjörum í fyrramálið og Landsbankinn hyggst gera það fljótlega. Alls eru 57 prósent íbúðalána í landinu nú verðtryggð en stór hluti lántakenda ákvað að breyta um lánsform og fara úr óverðtryggðum lánum þegar stýrivextir byrjuðu að hækka. Ámælisvert að hækka vexti Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna er afar ósáttur við að lækkun stýrivaxta hafi haft þau áhrif að vextir verðtryggðra lána hafi nú þegar verið hækkaðir hjá Íslandsbanka. „Það er ánægjulegt að loksins sjáum við einhvers konar lækkun hjá Seðlabankanum sem við erum búin að bíða eftir mjög lengi. En það skýtur skökku við að um leið hækki Íslandsbanki vexti á verðtryggðum lánum þegar meirihluti lántakenda hefur verið hrakinn inn í þessi verðtryggðu lán. Það má að segja að bankinn sé að stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans og það finnst mér ámælisvert,“ segir Breki. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum. Oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. Samtökin hafa höfðað mál á hendur þremur bönkum. „Það er eitt af því sem við erum að berjast fyrir í vaxtamálinu að bankarnir geti ekki breytt vöxtum eins og þeim sýnist. Það verður að vera stöðugleiki í húsnæðismálum. Það gengur ekki að lántakar húsnæðislána þurfi að gerast einhverjir sérfræðingar í húsnæðislánum í hvert sinn sem Seðlabankinn breytir vöxtum. Við höfum höfðað mál gegn viðskiptabönkunum svo lántakendur þurfi ekki að verða sérfræðingar í hvert einasta sinn sem eitthvað gerist á fjármálamarkaði,“ segir Breki.
Neytendur Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Tengdar fréttir Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Sjá meira
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20. nóvember 2024 18:59
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent