Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2024 22:03 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Þorvaldur frá ÞG verk handsala hér verksamninginn með Sigurð Inga á milli sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku. Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07