Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. nóvember 2024 18:02 "Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Sjá meira
"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun