Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 9. nóvember 2024 18:02 "Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur." Tilvitnaði textinn hér að ofan, er ein af tekjuöflunartillögum Samfylkingar í svokölluðu plani þeirra. Pípari eða annars konar sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofnar ehf-félag um rekstur sinn, greiðir sér, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, laun upp á 817.000. kr. á mánuði í formi reiknaðs endurgjalds, sé hann einn eða með annan starfsmann í vinnu hjá sér. Aukist umsvif píparans svo mikið að hann þurfi að bæta við sig starfsmanni eða starfsmönnum, hækkar þetta reiknaða endurgjald, samkvæmt reglum sem einnig má finna á heimasíðu Skattsins. Af þessum 817.000 kr. fara 203.960 kr. í tekjuskatt og útsvar eða tæplega 25% af heildarlaununum. Af þessum launum greiðir svo félagið auðvitað tryggingargjald 6,35%. Þar sem þessi pípari, eigandi félagsins, vill eiga eithvað til efri áranna, ákveður hann að félagið greiði 10% af upphæði heildarlauna í mótframlag í lífeyrissjóð. Gjaldstofn tryggingargjaldsins verður því 817.000 kr. plús mótframlagið 81.700 kr. eða 898.700 kr. Tryggingargjaldið verður því 57.067 kr. Fari svo að téður pípari geti greitt sér út arð af rekstri ehf-félags síns, er það vegna þess að félagið er rekið með hagnaði. Að tekjur félagsins eru hærri en gjöld félagsins. Af hagnaði félagsins er greiddur 20% tekjuskattur lögaðila og svo 22% fjármagnstekjuskattur af arðinum. Það má halda því til haga, svona í framhjáhlaupi, að önnur tekjuöflunartillaga Samfylkingarnar gengur út á hækkun fjármagnstekjuskatt í 25%. Það er því ansi frjálsleg túlkun, þegar að Samfylkingin túlkar arðgreiðslur til eiganda ehf-félags vegna hagnaðar þess sem launatekjur. Enda eru arðgreiðslur, ekki hluti launakjara. Óíkt því sem að kaupréttur hlutabréfa í fyrirtækjum sannarlega er. Eins og formanni Samfylkingarnar ætti, af gefnu tilefni, nú að vera fullkunnugt um. Þessi frjálslega túlkun sýnir kannski bara fyrst og fremst að Samfylkingin er, þrátt fyrir að umbúðirnar eigi að sýna annað, bara klassískur gamaldags vinstri flokkur. Vinstri menn hafa gjarnan öfundast út í velgengni annarra en þeirra sjálfra og haft öll sín horn í síðu einkaframtaksins. Fyrir velgengni skuli ætíð refsað með hærri og nýjum sköttum! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar