Opið bréf til foreldra í Drafnarsteini Halldóra Guðmundsdóttir skrifar 24. október 2024 18:31 Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Kæru foreldrar Svona byrja ég alla pósta til ykkar. Það eru ekki einungis innantóm orð, heldur eruð þið mér sannarlega kær. Samskipti okkar í skólanum eru mér afar mikilvæg og ég er mjög stolt af ykkur sem hóp og hve samfélagið okkar er fallegt. Þar finnst mér ríkja mikið traust og almenn ánægja. Starfsmannahópurinn er líka góður, þar ríkir góður andi, og þegar þetta tvennt fer saman er það iðulega uppskrift að ánægðum og glöðum börnum. Það skiptir öllu máli. Ánægt barn lærir. Þá skal engan undra að þið séuð hissa og hreinlega sár yfir því að heyra að það sé yfirvofandi verkfall í skólanum. Af hverju við? Það er einmitt spurningin sem ég spurði sjálfa mig og við í skólanum. Þegar við vorum spurð hvort við værum til í að vera sá leikskóli í borginni sem tæki þátt í þessu verkfalli, hugsaði ég strax til barnanna og til ykkar, kæru foreldrar, og sömuleiðis til starfsmannahópsins. Og vissulega varð sú hugsun líka víðfeðmari, af hverju ekki við? Það er nefnilega þannig að ósjaldan er það vilji manns að einhver annar taki slaginn, að einhver annar leggi það á sig, fórni sér fyrir málstaðinn. Þurfum við ekki að vera til fyrirmyndar? Við erum að lifa sögulega tíma. Allir kennarar, á öllum skólastigum, standa saman og biðja þess eins að það verði farið eftir því sem var lofað og undirritað fyrir einum átta árum. Ég hugsaði til barnanna, það eru þau sem ég brenn fyrir í mínu starfi alla daga, og hef gert í ein tuttugu og fimm ár í sama skólanum. Á þeim tíma hefur ekki bara skólinn stækkað og breyst, heldur hefur samfélagið jafnframt breyst, heimsfaraldur haft sín áhrif, og fagmenntuðum fækkað. Mér líður eins og kerfið sé að molna innan frá. Þegar stjórnendur í leikskólum ræða saman eru vandamálin þau sömu, mikil starfsmannavelta verður til þess að þeir sem starfa í skólanum eru sífellt að setja nýtt fólk inn í starfið, það þarf svo sannarlega, því að flestir sem koma nýir inn eru ekki menntaðir í starfið, hafa jafnvel aldrei unnið með börnum áður. Þá fer að sjáfsögðu mikil orka í það, í stað þess að sú hin sama orka fari í að kenna börnunum. Sérstaklega á þetta við um á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólans,Þar sem almenningsálitið er á þann veg að hver sem er geti sinnt þessu starfi. Það er af og frá. Ef farið væri eftir lögum um leikskóla, og tveir þriðju hluti starfsmanna væru kennarar, og starfsmannavelta væri ekki svona mikil, þá væri öllu meiri friður til kennslu, þá væri meira til að byggja ofan á, til að sinna með sóma starfsáætlunum, námskrá, stefnum, og öllu því sem okkur ber og langar vissulega til að sinna. Hvernig samfélag viljum við? Við göngum þannig stolt inn í verkfallsboðun og verkfall, og verðum þau sem sinna því, fyrir kennara, og fyrir öll börn í nútíð og framtíð. Höfundur er leikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar