Góð menntun borgar sig Jónína Hauksdóttir skrifar 17. október 2024 07:31 Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun