Góð menntun borgar sig Jónína Hauksdóttir skrifar 17. október 2024 07:31 Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun