Er það ekki skrýtið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 16. október 2024 10:03 Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar