Er það ekki skrýtið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 16. október 2024 10:03 Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar