Bráðamóttaka LSH Þorbjörn Valur Jóhannsson skrifar 16. október 2024 08:03 Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun