Bráðamóttaka LSH Þorbjörn Valur Jóhannsson skrifar 16. október 2024 08:03 Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég ritaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra bréf 17.07 sl. eftir um 12 klst. dvöl mína á bráðamóttöku LSH nokkrum dögum áður. Í bréfinu vísa ég í mjög svo slæmar aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að una við á bráðamóttökunni í dag. 2016 skrifaði ég bréf sem ég birti á Facebook vinum mínum til fróðleiks, þar sem ég lýsti ástandinu á bráðamóttökunni sem þá var mjög svo alvarlegt. Frá þeim tíma hefur það aðeins gerst að ástandið á bráðamóttöku LSH hefur versnað mjög mikið. Ástæða bréfsins til ráðherrans 17.07 sl. var að ég skoraði á hann að kynna sér ástandið og skoða aðstæður sjálfur og sjá hvernig allt er þar, fólk í biðsal langtímum saman, fólk á bekkjum um alla bráðamóttöku, þeir heppnari fengu rúm en allir bíðandi eftir aðstoð, misveikir en veikir Willum svaraði ekki erindi mínu. Skömmu síðar sá ég mynd af Samfylkingarfólkinu Kristrúnu Frostadóttur og Loga Einarssyni vísitera um Litla-Hraun, skoða aðstæður. Ég ákvað því að senda bréfið sem ég hafði áður sent ráðherra, til Kristrúnar þann 16. ágúst sl. með útskýringum. Kristrún svaraði skömmu síðar og áttum við samtal um þessi mál og er ljóst að hún skilur og þekkir vandann. M.a. kom fram að nýji spítalinn sem er í byggingu mun strax verða yfirsetinn þ.e. ekki þola álagið, spítalinn er þegar sprunginn og ekki kominn i notkun. Merkileg staðreynd það. Á sama tíma er talað um að loka gamla Borgarspítalanum í Fossvogi. Þekkt er að flæðisvandi spítalans þ.e. fólk í langlegu á bráðalegudeildum LSH sem kemst ekki í úrræði eru m.a. tappinn í vanda bráðamóttökunnar, það vantar s.s. hjúkrunarheimili. Á hverjum tíma eru að meðaltali um 70 manns í langlegu á bráðalegudeildum, ekki nákvæm tala, fólk sem þarf að komast í betri úrræði og umönnun á hjúkrunarheimili. Hvernig væri að nota spítalann í Fossvogi til að losa um þann hnút? Annað er að hér á landi hefur verið mikil fólksfjölgun, hælisleitendur og flóttafólk ofl. Þetta fólk hefur ekki aðgengi að heimilislæknum og leitar því m.a. á bráðamóttöku. S.s. enn aukið álag. Þann 12.10. sl. skrifar Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins grein í Vísi um reynslu sína og vinar síns af bráðamóttökunni. Þar kemur fram enn ein birtingarmyndin af ástandinu sem þar er. Ég sendi Jakobi skeytið sem ég hafði áður sent til ráðherra með útskýringum. Hann svaraði og tók erindi mínu vel. Hann þekkir stöðu spítalans og hvar skóinn kreppir, ekki síst eftir þessa reynslu þeirra félaga. https://www.visir.is/g/20242633891d/ellefu-timar-sarthjadur-a-bradamottoku Það líður varla sá dagur eða vika sem ekki birtast greinar í fjölmiðlum frá fólki vegna ástandsins sem ég er að tala um í þessari grein. Þann 17.01.2024, frétt á MBL.is og Visi.is. Heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson talar um úrbætur á bráðamóttöku í þættinum Spursmálum. 08.07.2024, heilbrigðisráðherra segir á Vísi.is að ríkið eigi að taka við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Hjúkrunarheimili hafa einmitt áhrif á flæðisvanda bráðmóttökunnar. 10.09.2024 Willum segir á Vísi.is að tímabært sé að stækka bráðamóttökuna. Ekkert hefur hins vegar verið gert nema talað. Nú eru kosningar framundan, látum okkur þetta mál varða, enginn veit hver er næstur að þurfa á þjónustu bráðamóttöku LSH að halda nú eða að eiga við aðstæður tengdar hjúkrunarheimilum, geðheilbrigðismálum eða heilbrigðismálum almennt. Höfundur er öryrki.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar