Landspítalinn

Fréttamynd

Hjálmar Örn fékk hjarta­á­fall

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu.

Lífið
Fréttamynd

Hinir mann­legu englar Land­spítalans

Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa

Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona.

Innlent
Fréttamynd

Segir manns­lífum stofnað í hættu með lokun flug­brautar

Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax.

Innlent
Fréttamynd

Sýkla­lyfja­ó­næmi raun­veru­leg ógn

Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítalinn vill lóð sem borgin planar undir í­búða­byggð

Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikið á­lag vegna in­flúensu

Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi.

Innlent
Fréttamynd

Laun hjúkrunar­fræðinga nú sam­bæri­leg við BHM

Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Þungar vikur fram­undan

Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Grímuskylda á Land­spítalanum

Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur.

Innlent
Fréttamynd

Heilsuvera liggur niðri

Heilsuvera, vefur þar sem almenningur á í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá, liggur niðri.

Innlent
Fréttamynd

Sjö börn liggja inni en ekkert á gjör­gæslu

Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítala falið að undir­búa nýtt með­ferðar­úr­ræði

Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum.

Innlent
Fréttamynd

Rík á­stæða til að kvíða næstu mánuðum

Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Bið eftir að­gerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins

Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. 

Innlent
Fréttamynd

Von­góð um að ís­lenskir læknar er­lendis muni snúa heim

Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina.

Innlent