Landspítalinn

Fréttamynd

„Ég hef aldrei séð þetta svona svaka­legt“

Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað.

Innlent
Fréttamynd

Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“

Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.

Áskorun
Fréttamynd

Fjár­festum í hjúkrun

Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­víst hvort að tvö­földun rýma muni nægja

Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í start­holunum

Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma.

Innlent
Fréttamynd

Þremur vísað út af Land­spítalanum

Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Við bara byrjum að moka“

Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara klúður“

„Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar Örn fékk hjarta­á­fall

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall heima hjá sér á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann þakkar heilbrigðiskerfi á Íslandi fyrir fagmennsku á ögurstundu.

Lífið
Fréttamynd

Hinir mann­legu englar Land­spítalans

Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa

Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona.

Innlent
Fréttamynd

Segir manns­lífum stofnað í hættu með lokun flug­brautar

Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax.

Innlent
Fréttamynd

Sýkla­lyfja­ó­næmi raun­veru­leg ógn

Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítalinn vill lóð sem borgin planar undir í­búða­byggð

Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mikið á­lag vegna in­flúensu

Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi.

Innlent
Fréttamynd

Laun hjúkrunar­fræðinga nú sam­bæri­leg við BHM

Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Þungar vikur fram­undan

Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Grímuskylda á Land­spítalanum

Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur.

Innlent
Fréttamynd

Heilsuvera liggur niðri

Heilsuvera, vefur þar sem almenningur á í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá, liggur niðri.

Innlent
Fréttamynd

Sjö börn liggja inni en ekkert á gjör­gæslu

Sjö börn liggja inni á barnaspítalanum vegna þungs faraldurs RS-veiru. Ekkert barn er þó á gjörgæslu. Fjölmörg börn hafa verið lögð inn á barnaspítalann og þar af hafa nokkur þurft að fara á gjörgæslu.

Innlent