Hver á að mennta barnið mitt? Ólöf Ása Benediktsdóttir skrifar 10. október 2024 16:33 Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Akureyri Grunnskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ég fagna allri málefnalegri umræðu um menntamál og ég vil bestu hugsanlegu menntun fyrir börnin mín, þar á meðal fyrir son minn sem gengur í Lundarskóla á Akureyri. Sem kennari og núverandi skólastjóri Hrafnagilsskóla vil ég einnig að skólinn minn sé framúrskarandi skóli og að nemendur okkar fái gæða menntun. Sem skólamanneskja hef ég tekið þátt í umræðu undanfarið um gæði menntunar, læsi, agamál, símanotkun í skólum, líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna, vopnaburð, traust og samstarf á milli heimila og skóla og vinnutengda streitu kennara. Ég raunverulega fagna allri málefnalegri umræðu og er sannfærð um að með samstarfi skóla og heimila getum við náð árangri á öllum sviðum menntunar og farsældar barna. Ég hef hins vegar sjaldan lagt orð í belg þegar kemur að kjaramálum kennara. Ég hef oft upplifað að umræðan sé ósanngjörn, óvægin og leiðinleg þegar kemur að kjörum kennara og ég hef frekar viljað beita mér í umræðu um faglegt skólastarf. En þegar staðreyndin er sú að kennarar hafa dregist aftur úr sambærilegum stéttum á almennum vinnumarkaði um tæp 40%, þrátt fyrir auknar kröfur um menntun og aukið vinnuálag, þá er tími til kominn að láta heyra í sér. Verkföllin sem nú hafa verið tilkynnt í níu skólum um allt land eru neyðarúrræði stéttar sem fær ekki störf sín metin að verðleikum. Þetta er úthugsuð aðgerð og þeir skólar sem taka þátt standa vaktina fyrir okkur hin. Ég vona innilega að það takist að semja áður en til verkfalla kemur en ef ekki þá stend ég með öllum kennurum, sérstaklega kennurum í Lundarskóla á Akureyri. Höfundur er foreldri í Lundarskóla og skólastjóri Hrafnagilsskóla.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar