Það er verið að hafa okkur að fíflum. Davíð Bergmann skrifar 25. september 2024 21:02 Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Davíð Bergmann Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Íslensk pólitík er eins og leikrit fáránleikans. Vinstri grænir ætla að greiða um það hvort það eigi að fara í stjórnarslit. Dómsmálaráðherra brýtur lög vísvitandi í þeirri von að halda Vinstri grænum góðum og til að halda stjórnarsamstarfinu saman. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að vera með glærusýningar um samgöngumál og nú er svo komið að Seðlabankinn slær á puttana á fjármálaráðherra með brúarsmíðina á Ölfusárbrú. Hvað er þetta annað en leikrit fáránleikans? Þetta minnir svolítið á upplýsingaráðherrann sem var hjá Saddam Hussein í Írakstríðinu sem lýsti yfir sigri gegn bandamönnum með bandaríska skriðdreka í bakgrunni þegar vestrænir fjölmiðlar voru að taka viðtal við hann. „Þetta er allt að koma“ er slagorðið og þau stórkostlegu afrek sem þessi ríkisstjórn hefur unnið á kjörtímabilinu og að við almenningur skulum ekki sjá það. Skilja ekki þessir ráðamenn, hvað getur þá þetta ekki verið annað en leikrit fáránleikans þegar stýrivextir á húsnæðislánum hafa verið 9,25% í meira en eitt ár? Getur verið að fólkið í efstu lögunum sem lifa í píramídanum sé eins og sjálfstæð lífvera sem nærir sig og sína og viðheldur sér með því að hafa alltaf sömu hirðina í kringum sig og sé þess vegna ekki í tengslum við líf almennings, svona álíka og gerðist í frönskubyltingunni? Ég held að þessi píramídi sé á hvolfi og risið sé rosalega flott en kjallarinn sé að molna. Á sama tíma og okkur er sagt að „þetta sé allt að koma“ ríki viðvarandi húsnæðisskortur. Þá verður að segjast eins og er að það er furðuleg forgangsröðun að þá þurfi að kaupa skotfæri fyrir erlendan her. Á sama tíma og samgöngumál og heilbrigðiskerfið standa á brauðfótum, svo ekki sé minnst á heilbrigðiskerfið, menntamálin og löggæsluna. Þessi viðvarandi húsnæðisskortur gerir það að verkum að unga fólkið okkar kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, og líka vegna þess að það kemst ekki gegnum greiðslumat? Hver er þá framtíðin fyrir land og þjóð þegar fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki og af hverju ætti þá unga fólkið okkar að vilja vera hérna? Eftir hverju er verið að bíða? Ríkisstjórnin er búin að missa traustið fyrir löngu síðan. Um hvað fjallar þetta? Það myndi enginn þjálfari halda starfinu sínu í boltanum ef hann væri fyrir löngu búinn að missa klefann eins og þessi ríkisstjórn er búin að gera. Hættið að hafa fólk að fíflum og segið þetta gott og slítið þessu stjórnarsamstarfi. Höfundur er Miðflokksmaður
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun