Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir marga hugsi yfir fréttum helgarinnar. Vísir/Sigurjón Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“ Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent