Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 20:30 Njáll Trausti er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, en Þorgerður Katrín var varaformaður þegar þau lentu í símatruflununum í Slóvakíu árið 2019. Vísir/Heiðar Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, segir sig og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, hafa lent í undarlegum símatruflunum þegar þau voru á fundi NATO-þingsins í Bratislava í Slóvakíu. „Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“ NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira