Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 13. nóvember 2024 19:40 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira