Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 13. nóvember 2024 19:40 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent