„Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 22:13 Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur starfar hjá tæknideild lögreglu. Vísir/Vilhelm Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur, segir rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur hafa tekið mikið á. Málið hafi haldið fyrir honum vöku í þrjá mánuði, og hann muni ekkert eftir fjölskylduferð sem hann fór í að rannsókninni lokinni. Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“ Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttarúrskurður í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“
Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttarúrskurður í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira