Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15 í gær. Hákon Óli Sigurðsson Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“ Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“
Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira