Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:48 Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir hvað gerðist á milli hans og Jóns Gunnarssonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær eftir að Heimildin sagði frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann sonur Jóns fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft er eftir Gunnari í upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Ræddi um málin tvö á sama tíma Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti því í fréttum í gær hvernig málið kom upp á fundi hans og Jóns í kjölfar þess að þingmaðurinn hafði lýst yfir að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa tapað fyrir varaformanninum. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort það væri ekki óheppilegt svaraði hann: „Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Jón Ólafsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands telur að þetta samræmist ekki siðareglum ráðherra. „Í þessu tilfelli er verið að tengja þessi tvö mál á sama fundi. Það er merki um ákveðið formleysi í stjórnsýslu. Ef málið er einnig skoðað út frá siðferðislegu sjónarhorni og út frá sjónarhorni sérstakra siðareglna ráðherra þá er hægt að benda á að það þurfi að passa að blanda svona málum ekki saman á sama fundi eins og þarna er gert. Þetta vekur spurningar um greinarmun á flokkspólitísku starfi og verkefnum í stjórnsýslunni. Í siðareglum ráðherra kemur fram að ráðherra þurfi að gera greinarmun á þessu tvennu. Samkvæmt þeim ætti fólk að horfast í augu við hvaða álitamál geta komið upp og leita allra leiða til að forðast þau. Það að tengja saman pólitík og kosningabaráttu og verkefni í ráðuneytinu með þeim hætti sem hann lýsir er ekki í samræmi við þessar ágætu siðareglur,“ segir Jón. Ákvæðið í Siðareglum ráðherra sem Jón vísar til er eftirfarandi:Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda. Jón telur tilefni til að málið verði kannað „ Þetta er mjög gott tilefni til að láta skoða málið hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og í forsætisráðuneytinu þar sem sérstök deild er til staðar sem getur fjallað um þetta,“ segir Jón. Tók Jón úr hvalaverkefni sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu Bjarni upplýsti sagði í fréttum í gær að hann hefði ákveðið áður en leyniupptökurnar voru gerðar opinberar að útiloka Jón Gunnarsson frá vinnslu hvalveiðiumsókna í matvælaráðuneytinu. Heimildin upplýsir í dag að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hafi fengið beiðni um það sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu eða fimmtudaginn 7. nóvember. Umfjöllun um málið hófst 11. nóvember í Heimildinni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir hvað gerðist á milli hans og Jóns Gunnarssonar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær eftir að Heimildin sagði frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann sonur Jóns fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft er eftir Gunnari í upptökunum að Jón ætlaði sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en ráðherrar Vinstri grænna höfðu staðið í vegi þess. Ræddi um málin tvö á sama tíma Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti því í fréttum í gær hvernig málið kom upp á fundi hans og Jóns í kjölfar þess að þingmaðurinn hafði lýst yfir að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa tapað fyrir varaformanninum. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann,“ sagði Bjarni. Aðspurður um hvort það væri ekki óheppilegt svaraði hann: „Hann þurfti að segja af sér þingmennskunni til þess að helga störf sín þessu hlutverki samhliða því að hann verður í kosningabaráttu. Mér finnst menn vera að rugla saman óskyldum hlutum. Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum.“ Jón Ólafsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands telur að þetta samræmist ekki siðareglum ráðherra. „Í þessu tilfelli er verið að tengja þessi tvö mál á sama fundi. Það er merki um ákveðið formleysi í stjórnsýslu. Ef málið er einnig skoðað út frá siðferðislegu sjónarhorni og út frá sjónarhorni sérstakra siðareglna ráðherra þá er hægt að benda á að það þurfi að passa að blanda svona málum ekki saman á sama fundi eins og þarna er gert. Þetta vekur spurningar um greinarmun á flokkspólitísku starfi og verkefnum í stjórnsýslunni. Í siðareglum ráðherra kemur fram að ráðherra þurfi að gera greinarmun á þessu tvennu. Samkvæmt þeim ætti fólk að horfast í augu við hvaða álitamál geta komið upp og leita allra leiða til að forðast þau. Það að tengja saman pólitík og kosningabaráttu og verkefni í ráðuneytinu með þeim hætti sem hann lýsir er ekki í samræmi við þessar ágætu siðareglur,“ segir Jón. Ákvæðið í Siðareglum ráðherra sem Jón vísar til er eftirfarandi:Ráðherra gerir skýran greinarmun á flokkspólitísku starfi, svo sem í tengslum við kosningar, og verkefnum ráðuneytis síns hverju sinni. Hann felur starfsmönnum ráðuneyta, öðrum en aðstoðarmanni, ekki verkefni sem tengjast hinu fyrrnefnda. Jón telur tilefni til að málið verði kannað „ Þetta er mjög gott tilefni til að láta skoða málið hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og í forsætisráðuneytinu þar sem sérstök deild er til staðar sem getur fjallað um þetta,“ segir Jón. Tók Jón úr hvalaverkefni sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu Bjarni upplýsti sagði í fréttum í gær að hann hefði ákveðið áður en leyniupptökurnar voru gerðar opinberar að útiloka Jón Gunnarsson frá vinnslu hvalveiðiumsókna í matvælaráðuneytinu. Heimildin upplýsir í dag að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hafi fengið beiðni um það sama dag og leyniupptökurnar fóru í dreifingu eða fimmtudaginn 7. nóvember. Umfjöllun um málið hófst 11. nóvember í Heimildinni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira