Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:35 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir lítið hafa þokast áfram í kjaradeilunni. Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09
Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26