Innlent

Kosningavaktin: Ís­lendingar ganga að kjör­borðinu

Árni Sæberg skrifar
Næstu vikur verður hart barist um sæti á Alþingi.
Næstu vikur verður hart barist um sæti á Alþingi. Vísir/Vilhelm

Alþingi Íslendinga hefur verið rofið og kosningar boðaðar þann 30. nóvember næstkomandi. Næstu sex vikurnar verður fylgst með gangi mála hér í Kosningavaktinni.

Sunnudaginn 13. október lýsti Bjarni Benediktsson því yfir að ríkisstjórnarsamstarfinu væri lokið. Ríkisstjórnin hafði setið í áttunda ár, lengst um sinn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.

Eftir brotthvarf hennar úr stjórnmálum fór að syrta í álinn í stjórnarsamstarfinu og áður en langt um leið var því lokið. Mánudaginn 14. október gekk Bjarni á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember.

Þann 16. október kom ríkisstjórn Bjarna saman í hinsta sinn og daginn eftir var þing formlega rofið á þingfundi. Því ganga Íslandingar að kjörborðinu þann 30. nóvember. 

Í vaktinni hér að neðan verður haldið utan um allar vendingar sem verða á þeim tæpu sex vikum sem eru til kosninga.

Ef Kosningavaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×