Að standa með konum og kerfisbreytingum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2024 07:30 Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti. Í vikunni bættist við Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem tók í sama streng undir stefnuræðu forsætisráðherra. Það er greinilega alveg sama hvort Samfylkingin sé í sal Alþingis eða stýri Reykjavíkurborg, það er enginn vilji til að ráðast í úrbætur í leikskólamálunum. Samfylkingin hefur ekki farið í neinar raunverulegar kerfisbreytingar til þess að bæta laskað leikskólakerfi borgarinnar. Samfylkingin hefur státað sig af lægstu leikskólagjöldunum í stað þess að ráðast í breytingar og bjóða upp á raunveruleg pláss. Lág leikskólagjöld gera þó lítið fyrir þann fjölda sem bíður á biðlistum borgarinnar. Biðin eftir leikskólaplássi kostar hverja fjölskyldu milljónir. Lág leikskólagjöld breyta heldur engu fyrir starfsumhverfi þeirra fjölda kvenna sem starfa í leikskólum. Slök þjónusta við börn bitnar enn meira á mæðrum en feðrum og hamlar þar af leiðandi framgangi kvenna í atvinnulífinu. Gott og öflugt leikskólakerfi er ekki aðeins jafnréttismál heldur hefur það einnig áhrif á lífsgæði og verðmætasköpun þjóðarinnar. Aðgerðarleysi Samfylkingarinnar, með stuðningi Framsóknar, Viðreisnar og Pírata, hefur orðið til þess að fjölskyldur hafa flúið til nágrannasveitarfélaganna. Börnum hefur fækkað í borginni en fjölgað annars staðar. Þrátt fyrir það hefur þjónustan ekki batnað heldur hefur plássum aðeins fækkað. Frá því að leikskólastarf hófst aftur í haust eftir sumarfrí hefur enginn skóli í Kópavogi þurft að loka eða bjóða upp á skerta þjónustu. Þeim gengur betur að fá starfsfólk en sömu sögu er ekki að segja í Reykjavík. Kerfisbreytingar Kópavogs eru enn í mótun, á þeim má hafa skoðanir og víða í öðrum sveitarfélögum er verið að ráðast í mismunandi kerfisbreytingar til þess að bæta þjónustuna. Enn sem komið er hafa breytingarnar haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi, vinnutíma og álag á stóra kvennastétt sem starfa í leikskólum Kópavogs. Áfram verðum við, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að finna leiðir til þess að gera betur í þjónustu við fjölskyldur. Skortsstefna Samfylkingarinnar bitnar verst á konum, mæðrum sem eiga börn á leikskólaaldri og konum sem starfa í leikskólum - eða vilja starfa í leikskóla. Það er ekki hægt að stæra sig af því að standa með kvenfrelsi og jafnrétti en styðja á sama tíma ekki aðgerðir sem ýta undir hvoru tveggja. Það heitir að styðja málefni í orði en ekki á borði. Að þora að ráðast í kerfisbreytingar virðist ekki á færi allra. Kerfisbreytingum á löskuðu kerfi sem verða til þess að þjónusta við börn og foreldra verði betri ber að fagna. Það er vissulega rétt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur að þjónustuskerðing bitnar verst á þeim sem síst mega við því. Þess vegna þarf að þora að ráðast í kerfisbreytingar í stað þess að stæra sig af ódýrum plássum þegar plássin eru ekki í boði. Það er dálítið eins og að stæra sig af lágu matvöruverði með tómar hillur í búðunum. Stjórnmálamenn eiga ekki að berja höfðinu við stein og gagnrýna breytingar en leggja ekki neitt til sjálfir. Fjölskyldur landsins eiga það skilið að við gerum betur og þorum að gera breytingar. Eftir viku, þriðjudaginn 24. september höldum við hjá Sjálfstæðisflokknum fund undir yfirskriftinni Fjölskyldan fyrst kl. 17.15 á fjölskyldukaffihúsinu Dal í Laugardal og tökum fyrir fæðingarorlof og leikskólamál. Við ætlum að ræða næstu kerfisbreytingar, forgangsröðun og aðgerðir. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun