Kópavogsmódelið er lífgjöf til leikskólans Rakel Ýr Isaksen skrifar 6. september 2024 09:01 Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is).Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því? Hart hefur verið tekist á um Kópavogsmódelið í leikskólamálum undanfarið. Einkum vegna þess að gjöld fyrir dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs, umfram 30 gjaldfrjálsar stundir á viku, hafa hækkað. Margir foreldrar sem hafa tök á því, hafa stytt dvalartíma barna sinna og þar með dregið úr útgjöldum heimilisins. Styttri viðvera einstakra barna dregur jafnframt úr álagi, hávaða og þrengslum fyrir þau börn sem dvelja þar lengur. Tekjulágir foreldrar og starfsfólk leikskóla fá verulegan afslátt af dvalargjöldum barna sinna umfram gjaldfrjálsa tímann. Allir foreldrar sem kjósa eða þurfa dvalartíma umfram sex gjaldfrjálsar klukkustundir á dag hafa því tök á því, óháð efnahag eða aðstæðum. Það var þó ekki skortur á fjármagni sem knúði fram breytingarnar heldur var megin orsök vanda leikskólanna of langur dvalartími barna. Fyrir breytingar var meðal dvalartími barna vel umfram daglegt vinnuframlag starfsmanns í fullu starfi. Kópavogsbær niðurgreiðir áfram 6 milljarða króna í leikskólagjöld eða 3,3 milljónir með hverju leikskólabarni. Vellíðan barna í leikskólum er ekki eingöngu skilgreind út frá lengd dvalartíma þeirra í leikskólanum, heldur gæðum þeirrar þjónustu sem hægt er að veita, stöðugleika í starfsmannahaldi og fagmennsku leikskólakennara. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskólastarfið hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Kópavogsbær leiðir þessar breytingar í þágu barna til þess að tryggja gæði og tilvist leikskólans. Mikilvægrar stofnunar sem ýtir undir jafnrétti í samfélaginu. Eins og komið hefur fram var ekki unnt að sinna þessari mikilvægu þjónustu án umfangsmikilla breytinga. Við finnum hve mikið hefur dregið úr áreiti og hávaða sérstaklega í upphafi og lok dags. Betur hefur gengið að ráða inn starfsfólk og því geta fleiri börn fengið leikskólapláss. Ekki hefur þurft að senda börn heim eða loka deildum vegna manneklu, en slík skerðing á þjónustu bitnaði líklega áður meira á tekjulægra foreldri barns. Ekki finnum við markverðan mun á því hvort móðir eða faðir sæki börnin oftar í leikskólann fyrir eða eftir breytingar. Það er þó mín upplifun að feður hafa flestir, undanfarin ár, verið mjög virkir þátttakendur í daglegu lífi barna sinna og að þeir ekki síður en mæður hagræði vinnutíma sínum til þess að stytta vinnudag barna sinna. Hins vegar sjáum við fleiri ömmur og afa taka þátt í að sækja börnin einstaka sinnum sem er ánægjuleg viðbót og styrkir tengsl fjölskyldu og leikskóla enn frekar. Það þarf þorp til að ala upp barn og þessi lífgjöf til leikskóla í Kópavogi er samstarfsverkefni foreldra og starfsfóks sveitarfélagsins. Að eyða örlítið minni tíma í vinnunni og meiri tíma með barni sínu tel ég ekki vera fórn eða afturför í réttindabaráttu kvenna. Né heldur að verið sé að velta vanda leikskólans yfir á foreldra eða konur sérstaklega. Ábyrgð á velferð barna liggur alltaf fyrst og fremst hjá foreldrum. Fæstir foreldrar myndu sætta sig til langframa við þann raunveruleika sem blasti við í leikskólamálum, þar sem foreldrar þurftu ítrekað að sækja börnin vegna manneklu og vanmáttugt starfsfólk gerði sitt besta í óbærilegum aðstæðum. Ég er leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu, aðstoðarleikskólastjóri með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana og mér er annt um leikskólastarf. Að mínu mati er Kópavogsmódelið velheppnuð björgunaraðgerð þjónustu sem var nær dauða en lífi. Virkilega flott og hugrakkt framfaraskref sem þjónar okkar besta fólki, leikskólabörnunum. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is).Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því? Hart hefur verið tekist á um Kópavogsmódelið í leikskólamálum undanfarið. Einkum vegna þess að gjöld fyrir dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs, umfram 30 gjaldfrjálsar stundir á viku, hafa hækkað. Margir foreldrar sem hafa tök á því, hafa stytt dvalartíma barna sinna og þar með dregið úr útgjöldum heimilisins. Styttri viðvera einstakra barna dregur jafnframt úr álagi, hávaða og þrengslum fyrir þau börn sem dvelja þar lengur. Tekjulágir foreldrar og starfsfólk leikskóla fá verulegan afslátt af dvalargjöldum barna sinna umfram gjaldfrjálsa tímann. Allir foreldrar sem kjósa eða þurfa dvalartíma umfram sex gjaldfrjálsar klukkustundir á dag hafa því tök á því, óháð efnahag eða aðstæðum. Það var þó ekki skortur á fjármagni sem knúði fram breytingarnar heldur var megin orsök vanda leikskólanna of langur dvalartími barna. Fyrir breytingar var meðal dvalartími barna vel umfram daglegt vinnuframlag starfsmanns í fullu starfi. Kópavogsbær niðurgreiðir áfram 6 milljarða króna í leikskólagjöld eða 3,3 milljónir með hverju leikskólabarni. Vellíðan barna í leikskólum er ekki eingöngu skilgreind út frá lengd dvalartíma þeirra í leikskólanum, heldur gæðum þeirrar þjónustu sem hægt er að veita, stöðugleika í starfsmannahaldi og fagmennsku leikskólakennara. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskólastarfið hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Kópavogsbær leiðir þessar breytingar í þágu barna til þess að tryggja gæði og tilvist leikskólans. Mikilvægrar stofnunar sem ýtir undir jafnrétti í samfélaginu. Eins og komið hefur fram var ekki unnt að sinna þessari mikilvægu þjónustu án umfangsmikilla breytinga. Við finnum hve mikið hefur dregið úr áreiti og hávaða sérstaklega í upphafi og lok dags. Betur hefur gengið að ráða inn starfsfólk og því geta fleiri börn fengið leikskólapláss. Ekki hefur þurft að senda börn heim eða loka deildum vegna manneklu, en slík skerðing á þjónustu bitnaði líklega áður meira á tekjulægra foreldri barns. Ekki finnum við markverðan mun á því hvort móðir eða faðir sæki börnin oftar í leikskólann fyrir eða eftir breytingar. Það er þó mín upplifun að feður hafa flestir, undanfarin ár, verið mjög virkir þátttakendur í daglegu lífi barna sinna og að þeir ekki síður en mæður hagræði vinnutíma sínum til þess að stytta vinnudag barna sinna. Hins vegar sjáum við fleiri ömmur og afa taka þátt í að sækja börnin einstaka sinnum sem er ánægjuleg viðbót og styrkir tengsl fjölskyldu og leikskóla enn frekar. Það þarf þorp til að ala upp barn og þessi lífgjöf til leikskóla í Kópavogi er samstarfsverkefni foreldra og starfsfóks sveitarfélagsins. Að eyða örlítið minni tíma í vinnunni og meiri tíma með barni sínu tel ég ekki vera fórn eða afturför í réttindabaráttu kvenna. Né heldur að verið sé að velta vanda leikskólans yfir á foreldra eða konur sérstaklega. Ábyrgð á velferð barna liggur alltaf fyrst og fremst hjá foreldrum. Fæstir foreldrar myndu sætta sig til langframa við þann raunveruleika sem blasti við í leikskólamálum, þar sem foreldrar þurftu ítrekað að sækja börnin vegna manneklu og vanmáttugt starfsfólk gerði sitt besta í óbærilegum aðstæðum. Ég er leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu, aðstoðarleikskólastjóri með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana og mér er annt um leikskólastarf. Að mínu mati er Kópavogsmódelið velheppnuð björgunaraðgerð þjónustu sem var nær dauða en lífi. Virkilega flott og hugrakkt framfaraskref sem þjónar okkar besta fólki, leikskólabörnunum. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar